Seinka öllu flugi í Keflavík á morgun Kjartan Kjartansson skrifar 30. desember 2022 14:18 Ófremdarástand skapaðist á Keflavíkurflugvelli þegar ófært var um Reykjanesbraut í byrjun síðustu viku. Vísir/Fanndís Öllum flugferðum Icelandair frá Keflavíkurflugvelli verður seinkað á morgun, gamlársdag, vegna veðurs. Útlit er fyrir erfið akstursskilyrði á Reykjanesbraut og í Reykjanesbæ í fyrramálið. Spáð er töluverðum vindi og snjókomu frá því snemma á morgun og fram á nýársdag. Í tilkynningu frá Isavia er varað við því að veðrið gæti haft áhrif á allt flug á landinu fram á nýársdag. Isavia hvetur farþega til þess að fylgjast með upplýsingum um ástand vega, veður og flugtíma. Icelandair sendi frá sér tilkynningu um að vegna veðurs og færðar verði öllum flugferðum til og frá Norður-Ameríku seinkað um klukkustund og öllum ferðum til og Evrópu um tvær klukkustundir á morgun. Seinkunin nær til tólf ferða til Keflavíkur frá Norður-Ameríku, ellefu brottfarir til Evrópu og ellefu komur þaðan síðdegis. Flugfélagið beinir því til farþega sinna að taka rútu til Keflavíkur nema þeir hafi aðgang að vel búnu ökutæki. Gert sé ráð fyrir slæmu skyggni og erfiðri færð fyrir fólksbíla. Innan við tvær vikur eru frá því að umferð um Keflavíkurflugvöll lamaðist að mestu leyti í nokkra sólarhringa vegna veðurs. Í byrjun síðustu viku var flugfært en farþegar og áhafnir komust ekki á flugvöllinn vegna ófærðar á Reykjanesbraut. Gul veðurviðvörun vegna austan hríðar tekur gildi við Faxaflóa klukkan tvö í nótt. Spáð er 13-18 metrum á sekúndu og snjókomu auk þess sem búast megi við skafrenningi með takmörkuðu eða lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Sambærilegar viðvaranir eru fyrir allt vestanvert landið og Suðausturland. Á Suðurlandi er nú appelsínugul veðurviðvörun sem á að taka gildi klukkan sjö í fyrramálið. Þar er spáð talsverðri eða mikilli snjókomu, fyrst á Reykjanesi en síðan við Suðurströndina og undir Eyjafjöllum fyrir hádegi. Vegagerðin varar við því að búast megi við þungri færð og að jafnvel komi til lokana á vegum sunnan- og suðvestanlands á gamlársdag. Eins gæti færð spillst á nýársnótt. Viðvörun: Búast má við að færð verði þung og að jafnvel muni koma til lokana á vegum á Gamlársdag, sunnan- og suðvestanlands. Einnig má búast við að færð gæti spillst aðfaranótt Nýársdags. Sjá frétt hér: #færðin https://t.co/6hWIgitVfK— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) December 30, 2022 Fréttin hefur verið uppfærð. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Veður Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
Spáð er töluverðum vindi og snjókomu frá því snemma á morgun og fram á nýársdag. Í tilkynningu frá Isavia er varað við því að veðrið gæti haft áhrif á allt flug á landinu fram á nýársdag. Isavia hvetur farþega til þess að fylgjast með upplýsingum um ástand vega, veður og flugtíma. Icelandair sendi frá sér tilkynningu um að vegna veðurs og færðar verði öllum flugferðum til og frá Norður-Ameríku seinkað um klukkustund og öllum ferðum til og Evrópu um tvær klukkustundir á morgun. Seinkunin nær til tólf ferða til Keflavíkur frá Norður-Ameríku, ellefu brottfarir til Evrópu og ellefu komur þaðan síðdegis. Flugfélagið beinir því til farþega sinna að taka rútu til Keflavíkur nema þeir hafi aðgang að vel búnu ökutæki. Gert sé ráð fyrir slæmu skyggni og erfiðri færð fyrir fólksbíla. Innan við tvær vikur eru frá því að umferð um Keflavíkurflugvöll lamaðist að mestu leyti í nokkra sólarhringa vegna veðurs. Í byrjun síðustu viku var flugfært en farþegar og áhafnir komust ekki á flugvöllinn vegna ófærðar á Reykjanesbraut. Gul veðurviðvörun vegna austan hríðar tekur gildi við Faxaflóa klukkan tvö í nótt. Spáð er 13-18 metrum á sekúndu og snjókomu auk þess sem búast megi við skafrenningi með takmörkuðu eða lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Sambærilegar viðvaranir eru fyrir allt vestanvert landið og Suðausturland. Á Suðurlandi er nú appelsínugul veðurviðvörun sem á að taka gildi klukkan sjö í fyrramálið. Þar er spáð talsverðri eða mikilli snjókomu, fyrst á Reykjanesi en síðan við Suðurströndina og undir Eyjafjöllum fyrir hádegi. Vegagerðin varar við því að búast megi við þungri færð og að jafnvel komi til lokana á vegum sunnan- og suðvestanlands á gamlársdag. Eins gæti færð spillst á nýársnótt. Viðvörun: Búast má við að færð verði þung og að jafnvel muni koma til lokana á vegum á Gamlársdag, sunnan- og suðvestanlands. Einnig má búast við að færð gæti spillst aðfaranótt Nýársdags. Sjá frétt hér: #færðin https://t.co/6hWIgitVfK— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) December 30, 2022 Fréttin hefur verið uppfærð.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Veður Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira