Sport

Ísmaðurinn örugglega áfram en Sá einstaki lenti í basli

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Gerwyn Price er kominn í þriðju umferð heimsmeistaramótsins í pílukasti.
Gerwyn Price er kominn í þriðju umferð heimsmeistaramótsins í pílukasti. Andrew Redington/Getty Images

Ísmaðurinn Gerwyn Price, efsti maður heimslistans í pílu, er kominn í þriðju umferð heimsmeistaramótsins í pílukasti eftir öruggan sigur gegn Luke Woodhouse í kvöld, 3-1. Portúgalinn José de Sousa þurfti hins vegar að snúa taflinu við er hann vann 3-2 sigur gegn Ástralanum Simon Whitlock.

Gerwin Price lenti í örlitlum byrjunarörðuleikum gegn Luke Woodhouse í seinustu viðureign kvöldsins, en Woodhouse situr í 50. sæti heimslistans. Woodhouse, sem hafði betur gegn Úkraínumanninum Vladyslav Omelchenko, vann fyrsta settið gegn Price í kvöld, 1-3.

Gerwyn Price lét það þó ekki á sig fá og sýndi þó fljótt af hverju hann er efsti maður heimslistans. Hann vann að lokum öruggan 3-1 sigur og tryggði sér sæti í 32-manna úrslitum heimsmeistaramótsins.

Þá þurfti Portúgalinn José de Sousa svo sannarlega að hafa fyrir hlutunum er hann mætti Ástralanum Simon Whitlock fyrr í kvöld.

Whitlock vann fyrstu tvö settin og setti þar með pressu á De Sousa, en Sá sérstaki, eins og De Sousa er kallaður, snéri taflinu þó sér í vil og vann að lokum 3-2 sigur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×