Indverjar og Kínverjar börðust á umdeildum landamærum Samúel Karl Ólason skrifar 13. desember 2022 19:38 Indverskir og kínverskir hermenn börðust með bareflum, hnefum og grjóti á föstudaginn. Yfirvöld í Indlandi hafa sakað Kínverja um að reyna að leggja undir sig indverskt landsvæði í austurhluta Indlands í síðustu viku. Til átaka kom á milli indverskra og kínverskra hermanna við landamæri ríkjanna sem lengi hefur verið deilt um. Ráðamenn í Indlandi segja að kínverskir hermenn hafi farið inn fyrir landamæri Indlands í Arunachal Pradesh héraði og þar hafi þeir mætt indverskum hermönnum og í kjölfarið hafi komið til átaka á milli þeirra. Engu skoti var hleypt af en myndband sýnir indverska hermenn beita bareflum gegn Kínverjum. Indverjar segja samkvæmt Times of India að þrjú til fjögur hundruð kínverskir hermenn hafi farið yfir landamærin og reynt að reka indverska hermenn á brott frá varðstöð þar. Indversku hermennirnir eru sagðir hafa stöðvað þá kínversku. Eftir það munu Kínverjar hafa hörfað aftur. Myndband af átökunum hefur verið í dreifingu á netinu í dag. Big Salute To Indian Army! pic.twitter.com/OcviGFdTXh— Dr. Jitendra Nagar (@NagarJitendra) December 13, 2022 AP fréttaveitan hefur eftir talsmanni kínverska hersins að hermennirnir hafi verið í hefðbundinni eftirlitsferð innan landamæra Kína og indverskir hermenn hafi veist að þeim. Kínverjar gera tilkall til alls Arunachal Pradesh héraðs. Enginn er sagður hafa slasast alvarlega í átökunum en engu skotvopni virðist hafa verið beitt. Árið 2020 kom til mannskæðra átaka milli Indverja og Kínverja í Himalæjafjöllum, við norðanvert Indland en eins og áður segir hafa ríkin lengi deilt um landamæri þeirra. Hermennirnir eru sagðir hafa beitt bareflum og gaddakylfum en minnst tuttugu indverskir hermenn og minnst fjórir kínverskir dóu í átökunum. Sjá einnig: Kínverjar viðurkenna mannfall í Himalæjafjölum í sumar Til stríðs kom á milli Indlands og Kína árið 1962 og unnu Kínverjar það með afgerandi hætti. Nú búa bæði Indverjar og Kínverjar yfir kjarnorkuvopnum. Eftir átökin 2020 sendu bæði Indverjar og Kínverjar tugi þúsunda hermanna á svæðið en þeir voru flestir kallaðir aftur til baka í fyrra. Sjá einnig: Hersveitir hörfa frá umdeildu stöðuvatni Indland Kína Hernaður Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Sjá meira
Ráðamenn í Indlandi segja að kínverskir hermenn hafi farið inn fyrir landamæri Indlands í Arunachal Pradesh héraði og þar hafi þeir mætt indverskum hermönnum og í kjölfarið hafi komið til átaka á milli þeirra. Engu skoti var hleypt af en myndband sýnir indverska hermenn beita bareflum gegn Kínverjum. Indverjar segja samkvæmt Times of India að þrjú til fjögur hundruð kínverskir hermenn hafi farið yfir landamærin og reynt að reka indverska hermenn á brott frá varðstöð þar. Indversku hermennirnir eru sagðir hafa stöðvað þá kínversku. Eftir það munu Kínverjar hafa hörfað aftur. Myndband af átökunum hefur verið í dreifingu á netinu í dag. Big Salute To Indian Army! pic.twitter.com/OcviGFdTXh— Dr. Jitendra Nagar (@NagarJitendra) December 13, 2022 AP fréttaveitan hefur eftir talsmanni kínverska hersins að hermennirnir hafi verið í hefðbundinni eftirlitsferð innan landamæra Kína og indverskir hermenn hafi veist að þeim. Kínverjar gera tilkall til alls Arunachal Pradesh héraðs. Enginn er sagður hafa slasast alvarlega í átökunum en engu skotvopni virðist hafa verið beitt. Árið 2020 kom til mannskæðra átaka milli Indverja og Kínverja í Himalæjafjöllum, við norðanvert Indland en eins og áður segir hafa ríkin lengi deilt um landamæri þeirra. Hermennirnir eru sagðir hafa beitt bareflum og gaddakylfum en minnst tuttugu indverskir hermenn og minnst fjórir kínverskir dóu í átökunum. Sjá einnig: Kínverjar viðurkenna mannfall í Himalæjafjölum í sumar Til stríðs kom á milli Indlands og Kína árið 1962 og unnu Kínverjar það með afgerandi hætti. Nú búa bæði Indverjar og Kínverjar yfir kjarnorkuvopnum. Eftir átökin 2020 sendu bæði Indverjar og Kínverjar tugi þúsunda hermanna á svæðið en þeir voru flestir kallaðir aftur til baka í fyrra. Sjá einnig: Hersveitir hörfa frá umdeildu stöðuvatni
Indland Kína Hernaður Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Sjá meira