Sport

Hilmar og Thelma Íþróttafólk ársins

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Thelma Björg Björnsdóttir og Hilmar Snær Örvarsson með verðlaunagripina.
Thelma Björg Björnsdóttir og Hilmar Snær Örvarsson með verðlaunagripina. vísir/vilhelm

Hilm­ar Snær Örvars­son, skíðamaður úr Vík­ingi, og Thelma Björg Björns­dótt­ir, sund­kona hjá ÍFR, eru Íþrótta­fólk árs­ins 2022 úr röðum fatlaðra.

Þetta er í annað sinn sem Hilmar hlýtur þessa nafnbót en hann var einnig valinn Íþróttamaður ársins hjá fötluðum fyrir tveimur árum. Thelma hefur aftur á móti hlotið þessa nafnbót fimm sinnum.

Þá fékk Karl Þorsteinsson Hvataverðlaunin 2022. Hann hefur unnið fyrir Íþróttafélag fatlaðra í fjóra áratugi og á hvað stærstan þátt í uppgangi botsíaþróttarinnar.

Um­sögn Íþrótta­sam­bands fatlaðra um Hilm­ar

Víkingurinn Hilmar náði frábærum árangri á HM og á Ólympíumóti fatlaðra í vetr­aríþrótt­um.vísir/vilhelm

Í annað sinn hlýt­ur skíðamaður­inn Hilm­ar Snær Örvars­son nafn­bót­ina Íþróttamaður árs­ins. Hilm­ar var fyrst kjör­inn árið 2020 en hlýt­ur nú titil­inn fyr­ir sögu­leg­an ár­ang­ur fyr­ir Íslands hönd á heims­meist­ara­mót­inu í vetr­aríþrótt­um og á vetr­arólymp­íu­mót­inu.

Á báðum mót­um hafnaði Hilm­ar í 5. sæti í svig­keppni sem er besti ár­ang­ur Íslands á báðum mót­um. Á HM keppti hann líka í stór­svigi þar sem hann hafnaði í 21. sæti en á vetr­arólymp­íu­mót­inu féll hann úr leik í stór­svigskeppn­inni.

Um­sögn Íþrótta­sam­bands fatlaðra um Thelmu

Aðeins Kristín Rós Hákonardóttir hefur verið valin Íþróttakona ársins oftar en Thelma Björg.vísir/vilhelm

Í fimmta sinn á ferl­in­um hlýt­ur sund­kon­an Thelma Björg Björns­dótt­ir nafn­bót­ina Íþrótta­kona árs­ins. Þar með er Thelma orðin sú íþrótta­kona sem næ­stoft­ast hef­ur hlotið nafn­bót­ina á eft­ir sund­kon­unni Krist­ínu Rós Há­kon­ar­dótt­ur sem varð tólf sinn­um kjör­in íþrótta­kona árs­ins.

Thelma náði mögnuðum ár­angri í sum­ar þegar hún vann til silf­ur­verðlauna á heims­meist­ara­móti IPC í Portúgal. Thelma varð þá önn­ur í 100m bring­u­sundi SB5 á tím­an­um 1:58.23 mín.

Hvata­verðlaun­in 2022 – Karl Þor­steins­son

Síðustu fjóra ára­tugi hef­ur Karl sinnt störf­um hjá sam­band­inu og átt veiga­mik­inn þátt í upp­gangi og vin­sæld­um bocciaíþrótt­ar­inn­ar hér á landi. Karl hef­ur auk stjórn­ar­setu í íþrótta­fé­lag­inu Ösp verið formaður boccia­nefnd­ar ÍF og sem slík­ur tekið þátt í und­ir­bún­ingi og þátt­töku Íslands í hinum ýmsu verk­efn­um sem tengj­ast bocciaíþrótt­inni á inn­lend­um og er­lend­um vett­vangi.

Þannig hef­ur hann verið far­ar­stjóri vegna þátt­töku Íslands á Norður­landa­mót­um fatlaðra í boccia, auk annarra móta á er­lend­um vett­vangi, gengt for­mennsku und­ir­bún­ings­nefnd­ar vegna Norður­landa­móta í boccia sem hald­in hafa verið hér á landi, setið sem full­trúi Íslands í nor­ræn­um nefnd­um um framþróun bocciaíþrótt­ar­inn­ar, auk þess sem sann­ur sjálf­boðaliði að vera boðinn og bú­inn til að leggja allri starf­semi ÍF lið.

Fram­lag hans til íþrótta fatlaðra í land­inu verður aldrei kallað annað en ómet­an­legt.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.