Erlent

Trump formlega kærður fyrir nauðgun í New York

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Carroll ákvað að kæra á grundvelli nýrra laga sem tekið hafa gildi.
Carroll ákvað að kæra á grundvelli nýrra laga sem tekið hafa gildi. AP Photo/Craig Ruttle

Bandarísk blaðakonan E Jean Carroll hefur nú formlega lögsótt Donald Trump fyrrverandi forseta Bandaríkjanna fyrir dómstól í New York ríki.

 Þar hafa ný lög nú tekið gildi sem heimila einstaklingum að kæra kynferðisbrot þrátt fyrir að langur tími sé liðinn frá brotinu. Áður voru í gildi lög sem heimiluðu fólki að kæra brot ef brotaþoli var á barnsaldri þegar brotið var framið en nýju lögin ná líka til þeirra sem voru eldri en átján ára þegar brotið var á þeim.

E Jean Carroll hefur áður sakað forsetann fyrrverandi um nauðgun á tíunda áratugi síðustu aldar en vegna þess að lögin voru ekki komin fram gat hún ekki kært. Nú hefur hún gert það og kærir forsetann raunar einnig fyrir meiðyrði, því forsetinn sakaði hana um lygar þegar hún bar ásakanirnar fyrst upp.

Carroll, sem er 78 ára gömul og þekktur pistlahöfundur í Bandaríkjunum segir að Trump hafi nauðgað sér í mátunarklefa lúxusverslunar á Manhattan fyrir 27 árum síðan.


Tengdar fréttir

Fer aftur í mál við Trump vegna meintrar nauðgunar

Rithöfundurinn E. Jean Carroll ætlar aftur í mál við Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, vegna meintrar nauðgunar. Carroll skrifaði um meint atvik í bók sinni What Do We Need Men For? A Modest Proposalsem kom út árið 2019 en Trump sakaði hana um að ljúga um atvikið til að selja fleiri eintök af bókinni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×