„Staðfestir mjög sterka lagalega stöðu“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 23. nóvember 2022 21:45 Arne Vagn Olsen, forstöðumaður eignastýringar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. aðsend Lögfræðiálit um ÍL-sjóð og möguleg slit hans staðfesta sterka lagalega stöðu lífeyrissjóðana gagnvart ríkinu. Áform fjármálaráðherra um gjaldþrot eða sambærileg slit sjóðsins brýtur gegn bæði stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Þetta segir Arne Vagn Olsen, forstöðumaður eignastýringar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, og máli sínu til stuðnings vísar hann til lögfræðiálits lögmannsþjónustunnar LOGOS sem var birt í dag. Þar segir meðal annars að ríkið beri beina ábyrgð á skuldbindingum ÍL-sjóðs og að sjóðurinn teljist hluti af fjármálaráðuneyti. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur mótmælt því harðlega að slitameðferð ÍL-sjóðs jafngildi greiðslufalli ríkissjóðs. Það staðhæfir hins vegar lögfræðiálit LOGOS. „Þetta staðfestir mjög sterka lagalega stöðu sem við töldum okkur hafa. Í þessu áliti er alveg rakið skref fyrir skref, lagaleg staða sjóðanna. Það er ekki annað að sjá en að ríkið sé í fullkomnum órétti með þetta. Með þessu væri mögulega brotið gegn bæði stjórnarská og mannréttindasáttmála Evrópu,“ segir Arne Vagn Olsen og vísar þar til þeirrar ályktunar í áliti LOGOS að fyrirhugað inngrip fæli í sér eignarnám eða annars konar skerðingu eignarréttinda og myndi gera íslenska ríkið bótaskylt gagnvart skuldabréfaeigendum. Hann telur því að endurskoða verði vegferð ríkisins í málefnum ÍL-sjóðs. Hann segir bótarétt sem myndi skapast við slitin geta reynst ríkissjóði dýrari en ella. Sjá einnig: Ríkið sparar 150 milljarða með því að slíta gamla Íbúðalánasjóði „Þetta er gríðarlega stórt viðfangsefni sem við fengum í hendurnar 20. október þegar fjármálaráðherra kynnti sín áform. Það greiningarferli tók fyrst og fremst til þeirrar lagalegu stöðu sem við töldum okkur hafa og ítarlegt álit LOGOS er að staðfesta. Nú verðum við bara að meta stöðuna og ráðherra hlýtur að meta sína stöðu núna. En við allavega teljum okkar stöðu vera mjög sterka,“ segir Arne að lokum. ÍL-sjóður Lífeyrissjóðir Efnahagsmál Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Lýst eftir Atla Vikari Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Fleiri fréttir Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Lýst eftir Atla Vikari Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Sjá meira
Þetta segir Arne Vagn Olsen, forstöðumaður eignastýringar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, og máli sínu til stuðnings vísar hann til lögfræðiálits lögmannsþjónustunnar LOGOS sem var birt í dag. Þar segir meðal annars að ríkið beri beina ábyrgð á skuldbindingum ÍL-sjóðs og að sjóðurinn teljist hluti af fjármálaráðuneyti. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur mótmælt því harðlega að slitameðferð ÍL-sjóðs jafngildi greiðslufalli ríkissjóðs. Það staðhæfir hins vegar lögfræðiálit LOGOS. „Þetta staðfestir mjög sterka lagalega stöðu sem við töldum okkur hafa. Í þessu áliti er alveg rakið skref fyrir skref, lagaleg staða sjóðanna. Það er ekki annað að sjá en að ríkið sé í fullkomnum órétti með þetta. Með þessu væri mögulega brotið gegn bæði stjórnarská og mannréttindasáttmála Evrópu,“ segir Arne Vagn Olsen og vísar þar til þeirrar ályktunar í áliti LOGOS að fyrirhugað inngrip fæli í sér eignarnám eða annars konar skerðingu eignarréttinda og myndi gera íslenska ríkið bótaskylt gagnvart skuldabréfaeigendum. Hann telur því að endurskoða verði vegferð ríkisins í málefnum ÍL-sjóðs. Hann segir bótarétt sem myndi skapast við slitin geta reynst ríkissjóði dýrari en ella. Sjá einnig: Ríkið sparar 150 milljarða með því að slíta gamla Íbúðalánasjóði „Þetta er gríðarlega stórt viðfangsefni sem við fengum í hendurnar 20. október þegar fjármálaráðherra kynnti sín áform. Það greiningarferli tók fyrst og fremst til þeirrar lagalegu stöðu sem við töldum okkur hafa og ítarlegt álit LOGOS er að staðfesta. Nú verðum við bara að meta stöðuna og ráðherra hlýtur að meta sína stöðu núna. En við allavega teljum okkar stöðu vera mjög sterka,“ segir Arne að lokum.
ÍL-sjóður Lífeyrissjóðir Efnahagsmál Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Lýst eftir Atla Vikari Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Fleiri fréttir Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Lýst eftir Atla Vikari Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Sjá meira