Segja ráðherra bera ábyrgð á ÍL-sjóði Samúel Karl Ólason skrifar 23. nóvember 2022 16:50 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Í lögfræðiáliti LOGOS sem gert var fyrir lífeyrissjóðina segir að ríkið beri ábyrgð á skuldum ÍL-sjóðs. Vísir/Arnar Forsvarsmenn lífeyrissjóða landsins segja lagalega stöðu sjóðanna afar sterka vegna fyrirhugaðra slita ÍL-sjóðs. Ábyrgð ríkisins á skuldum ÍL-sjóðs sé skýr. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem send var út eftir að lögfræðiálit frá LOGOS var kynnt forsvarsmönnum sjóðanna í dag. Fram kemur í yfirlýsingunni að samkvæmt áliti lögfræðistofunnar LOGOS sé fyrirhuguð lagasetning fjármálaráðherra um gjaldþrot eða sambærileg skuldaskil ÍL-sjóðs í bága við stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Það sé vegna þess að slíkt inngrip fæli í sér eignarnám eða annars konar skerðingu eignarréttinda og myndi gera íslenska ríkið bótaskylt gagnvart skuldabréfaeigendum. Í álitinu segir einnig að fjármálaráðherra beri beina ábyrgð á skuldbindingum ÍL-sjóðs eftir breytingar voru gerðar á Íbúðalánasjóði við lagabreytingu árið 2019. Sjá einnig: Ráðherra „mótmælir harðlega“ að slit á ÍL-sjóði líkist greiðslufalli ríkissjóðs „Í áliti LOGOS er vitnað til þess að ÍL-sjóður hafi orðið til þegar Íbúðalánasjóði var skipt upp með lögum árið 2019 en með þeim var fjármálaráðherra falin yfirumsjón með sjóðnum. Við breytinguna hafi ÍL-sjóður orðið hluti verkefna fjármála- og efnahagsráðuneytis sem fari með daglega stjórn sjóðsins. Þannig sé ÍL-sjóður ekki undirstofnun ráðherra, enda hafi fjármálaráðherra stjórnsýslu- og rekstrarlegt forræði yfir sjóðnum. ÍL-sjóður teljist því ekki sérstök undirstofnun, heldur hluti ráðuneytisins,“ segir í áðurnefndri yfirlýsingu. Þetta þykir til marks um að íslenska ríkið sé skuldari frekar en ábyrgðarmaður. Fjármálaráðherra beri beina ábyrgð á sjóðnum og skuldbindingum hans. Í álitinu kemur einnig fram að ákveði ráðherra að slíta ÍL-sjóðnum svo kröfur á hendur þrotabúin falli í gjalddaga sé ljóst eð ríkið muni bera ábyrgð á núverandi og framtíðarskuldbindingum samkvæmt skilmálum skuldabréfanna ásamt dráttarvöxtum. „Lögfræðiálit LOGOS er umfangsmikið og undirstrikar afar sterka stöðu íslenskra lífeyrissjóða vegna yfirlýstra markmiða fjármálaráðherra um breytingar á ÍL-sjóði sem að óbreyttu myndi líklega kalla á tugmilljarða króna tjón fyrir almenning í formi skertra lífeyrisréttinda,“ segir að lokum í áðurnefndri yfirlýsingu frá lífeyrissjóðunum. Tengd skjöl Álitsgerð_LOGOS_um_ÍL-sjóðPDF576KBSækja skjal Kynning_á_niðurstöðum_LOGOSPDF748KBSækja skjal Lífeyrissjóðir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ÍL-sjóður Efnahagsmál Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Fleiri fréttir Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Sjá meira
Fram kemur í yfirlýsingunni að samkvæmt áliti lögfræðistofunnar LOGOS sé fyrirhuguð lagasetning fjármálaráðherra um gjaldþrot eða sambærileg skuldaskil ÍL-sjóðs í bága við stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Það sé vegna þess að slíkt inngrip fæli í sér eignarnám eða annars konar skerðingu eignarréttinda og myndi gera íslenska ríkið bótaskylt gagnvart skuldabréfaeigendum. Í álitinu segir einnig að fjármálaráðherra beri beina ábyrgð á skuldbindingum ÍL-sjóðs eftir breytingar voru gerðar á Íbúðalánasjóði við lagabreytingu árið 2019. Sjá einnig: Ráðherra „mótmælir harðlega“ að slit á ÍL-sjóði líkist greiðslufalli ríkissjóðs „Í áliti LOGOS er vitnað til þess að ÍL-sjóður hafi orðið til þegar Íbúðalánasjóði var skipt upp með lögum árið 2019 en með þeim var fjármálaráðherra falin yfirumsjón með sjóðnum. Við breytinguna hafi ÍL-sjóður orðið hluti verkefna fjármála- og efnahagsráðuneytis sem fari með daglega stjórn sjóðsins. Þannig sé ÍL-sjóður ekki undirstofnun ráðherra, enda hafi fjármálaráðherra stjórnsýslu- og rekstrarlegt forræði yfir sjóðnum. ÍL-sjóður teljist því ekki sérstök undirstofnun, heldur hluti ráðuneytisins,“ segir í áðurnefndri yfirlýsingu. Þetta þykir til marks um að íslenska ríkið sé skuldari frekar en ábyrgðarmaður. Fjármálaráðherra beri beina ábyrgð á sjóðnum og skuldbindingum hans. Í álitinu kemur einnig fram að ákveði ráðherra að slíta ÍL-sjóðnum svo kröfur á hendur þrotabúin falli í gjalddaga sé ljóst eð ríkið muni bera ábyrgð á núverandi og framtíðarskuldbindingum samkvæmt skilmálum skuldabréfanna ásamt dráttarvöxtum. „Lögfræðiálit LOGOS er umfangsmikið og undirstrikar afar sterka stöðu íslenskra lífeyrissjóða vegna yfirlýstra markmiða fjármálaráðherra um breytingar á ÍL-sjóði sem að óbreyttu myndi líklega kalla á tugmilljarða króna tjón fyrir almenning í formi skertra lífeyrisréttinda,“ segir að lokum í áðurnefndri yfirlýsingu frá lífeyrissjóðunum. Tengd skjöl Álitsgerð_LOGOS_um_ÍL-sjóðPDF576KBSækja skjal Kynning_á_niðurstöðum_LOGOSPDF748KBSækja skjal
Lífeyrissjóðir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ÍL-sjóður Efnahagsmál Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Fleiri fréttir Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Sjá meira