Sara gefur sín fjögur bestu ráð: Vill að konur hrósi konum og sýni vöðvana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2022 08:31 Sara Sigmundsdóttir gaf sín bestu ráð í tímaritsviðtali á dögunum. Instagtram/@wit.fitness Sara Sigmundsdóttir undirbýr sig nú fyrir komandi CrossFit tímabil þar sem margir vonast eftir því að sjá hana yfirvinna endanlega erfið hnémeiðsli og komast aftur í hóp þeirra bestu í heimi. Sara fór í viðtal við Stylist Magazine á dögunum og blaðamaðurinn fékk þá íslensku CrossFit stjörnuna meðal annars til að koma með fjögur ráð fyrir konur til að njóta þess að vera sterkar og hvernig sé best að taka því fagnandi í stað þess að fela vöðvana. View this post on Instagram A post shared by @fittestpr Fyrsta ráð Söru var að hrósa öðrum konum. Hún segir það markmið sitt núna að hrósa öðrum eins mikið og hún getur því hún man vel eftir því hvað eitt hrós fyrir löngu síðan hafði góð áhrif á hana sjálfa. „Við horfum oft á vini okkar og hugsum fallega um þá og gerum ráð fyrir það að þeir viti það en í sannleika sagt þá gæti þín skoðun á þeim komið þeim mikið á óvart,“ sagði Sara Sigmundsdóttir. Annað ráðið hjá Söru var að hugsa meira um tæknina heldur en útlitið. Sara sagðist á árum áður hafa verið í jakka til að fela vöðvana. En svo sagði einn vinur minn við mig: Getur hún gert fimmtán armbeygjur? Sara segist nú hugsa meira um hvað líkaminn hennar getur en hvernig hann lítur út. „Af hverju ertu að fela styrkleika þína af því að þú passar ekki inn í einhvern kassa um það hvernig stelpa eigi að líta út,“ sagði Sara. Þriðja ráðið var að leyfa sér að lifa bæði sem kraftakona og sem kona sem mætir uppáklædd út á lífið. „Þú horfir á hana æfa, hún tekur vel á því, svitnar mikið og er ómáluð. Fólk kallar hana skepnu. Svo sérðu hana aðeins síðar sama dag og þá er hún komin í kjól og í hæla og ég elska að sjá konur gera bæði,“ sagði Sara. „Ég elska að sjá vöðvamiklar konur sem reyna ekki að fela það heldur taka því fagnandi og njóta þess að vera í þessum klassísku kvenmannsfötum,“ sagði Sara og hélt áfram: Sara segist hafa byrjað á fatahönnun sinni út frá slíkum pælingum. „Ég vildi klæðast einhverju sem leit vel út á mér en labba síðan að stönginni og rífa upp hundrað kíló,“ sagði Sara. Fjórða og síðasta ráðið frá Söru er að átta sig á því að líkamlega geta og andlegi þátturinn eru samtengd. „Styrkurinn frá réttstöðulyftunni hverfur ekki þegar þú gengur út úr lyftingasalnum. Að vita hvað skrokkurinn minn getur gert hefur áhrif á heildarhugarfar mitt,“ sagði Sara og hélt áfram: „Ég er ekki hrædd við að vera öðruvísi eða að gera mistök af því að ég hef lært að elska mig eins og ég er,“ sagði Sara. CrossFit Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Fleiri fréttir FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Sjá meira
Sara fór í viðtal við Stylist Magazine á dögunum og blaðamaðurinn fékk þá íslensku CrossFit stjörnuna meðal annars til að koma með fjögur ráð fyrir konur til að njóta þess að vera sterkar og hvernig sé best að taka því fagnandi í stað þess að fela vöðvana. View this post on Instagram A post shared by @fittestpr Fyrsta ráð Söru var að hrósa öðrum konum. Hún segir það markmið sitt núna að hrósa öðrum eins mikið og hún getur því hún man vel eftir því hvað eitt hrós fyrir löngu síðan hafði góð áhrif á hana sjálfa. „Við horfum oft á vini okkar og hugsum fallega um þá og gerum ráð fyrir það að þeir viti það en í sannleika sagt þá gæti þín skoðun á þeim komið þeim mikið á óvart,“ sagði Sara Sigmundsdóttir. Annað ráðið hjá Söru var að hugsa meira um tæknina heldur en útlitið. Sara sagðist á árum áður hafa verið í jakka til að fela vöðvana. En svo sagði einn vinur minn við mig: Getur hún gert fimmtán armbeygjur? Sara segist nú hugsa meira um hvað líkaminn hennar getur en hvernig hann lítur út. „Af hverju ertu að fela styrkleika þína af því að þú passar ekki inn í einhvern kassa um það hvernig stelpa eigi að líta út,“ sagði Sara. Þriðja ráðið var að leyfa sér að lifa bæði sem kraftakona og sem kona sem mætir uppáklædd út á lífið. „Þú horfir á hana æfa, hún tekur vel á því, svitnar mikið og er ómáluð. Fólk kallar hana skepnu. Svo sérðu hana aðeins síðar sama dag og þá er hún komin í kjól og í hæla og ég elska að sjá konur gera bæði,“ sagði Sara. „Ég elska að sjá vöðvamiklar konur sem reyna ekki að fela það heldur taka því fagnandi og njóta þess að vera í þessum klassísku kvenmannsfötum,“ sagði Sara og hélt áfram: Sara segist hafa byrjað á fatahönnun sinni út frá slíkum pælingum. „Ég vildi klæðast einhverju sem leit vel út á mér en labba síðan að stönginni og rífa upp hundrað kíló,“ sagði Sara. Fjórða og síðasta ráðið frá Söru er að átta sig á því að líkamlega geta og andlegi þátturinn eru samtengd. „Styrkurinn frá réttstöðulyftunni hverfur ekki þegar þú gengur út úr lyftingasalnum. Að vita hvað skrokkurinn minn getur gert hefur áhrif á heildarhugarfar mitt,“ sagði Sara og hélt áfram: „Ég er ekki hrædd við að vera öðruvísi eða að gera mistök af því að ég hef lært að elska mig eins og ég er,“ sagði Sara.
CrossFit Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Fleiri fréttir FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Sjá meira