Sport

Stóru spurningarnar: Verða Ernirnir full­komnir?

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Philadelphia Eagles hafa unnið alla átta leiki sína á leiktíðinni.
Philadelphia Eagles hafa unnið alla átta leiki sína á leiktíðinni. Ken Murray/Getty Images

Hinn stórskemmtilegi liður „Stóru spurningarnar“ voru á sínum stað í síðasta þætti af Lokasókninni en þar er fjallað um NFL deildina í öllu sínu veldi. Geta Philadelphia Eagles farið taplausir í gegnum tímabilið? Það er aðeins ein af stóru spurningunum sem Andri Ólafs spurði sérfræðinga sína að í síðasta þætti.

Fyrsta spurningin sneri að Philadelphia Eagles: „Verða Ernirnir fullkomnir? Geta þeir unnið alla 17 leiki sína?“

„Þeir eru eina taplausa liðið í deildinni, geta þeir tekið taplaust tímabil? Þetta eru ekkert það erfiðir leikir sem þeir eiga eftir,“ sagði Andri. Magnús Sigurjón Guðmundsson var ekki á sama máli.

Næsta spurning var: „Hvað er heitasta þjálfarasætið í deildinni?“

„Það eru nokkrir í heitum sætum,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson áður en hann taldi upp fjölda liða sem hafa ekki staðið undir væntingum.

Aðrar spurningar

  • Hvert fer Odell Beckham Junior?
  • Baráttan um New York: Hvort vinnur Jets eða Giants fleiri leiki?
  • Besti hlauparinn?
Klippa: Lokasóknin: Stóru spurningarnar

Lokasóknin er vikulegur þáttur um NFL-deildina sem er sýndur á Stöð 2 Sport 2 á þriðjudögum. NFL-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×