Sakborningur aðstoðaði við að sviðsetja mannslátið á Ólafsfirði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. nóvember 2022 14:09 Frá vettvangi á Ólafsfirði í byrjun október. Vísir Fjögur hafa enn stöðu sakbornings í rannsókn Lögreglunnar á Norðurlandi eystra á mannsláti í íbúðarhúsi á Ólafsfirði í byrjun október. Vafi er á um hvort karlmanninum á fimmtugsaldri hafi verið ráðinn bani af vilja eða í sjálfsvörn. Fram kemur í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra að rannsókn miði vel og skýrslutökum að mestu lokið. Úrvinnsla gagna stendur enn yfir og er meðal annars beðið endanlegrar niðurstöðu réttarkrufningar sem og niðurstaðna samanburðarrannsókna á lífsýnum. Fram kemur í tilkynningunni að í dag hafi farið fram sviðsetning atburðarins fyrir norðan með liðsinni sakbornings og aðstoðar tæknideildar lögreglu. „Sviðsetning er rannsóknarúrræði sem er almennt ætlað að varpa betur ljósi á þau atvik sem til rannsóknar eru og er viðbót sem getur gefið sakborningi betra færi á að lýsa atburðum. Sviðsetning er svo borin saman við önnur rannsóknargögn svo sem vettvangsrannsókn, lífsýni og framburði annarra,“ segir í tilkynningunni. Fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir karlmanni á fertugsaldri rann út í gær. Í tilkynningunni segir að ákveðið hafi verið að fara ekki fram á frekara gæsluvarðhald. Ákvörðunin byggi á þeim forsendum héraðsdóms og síðar Landsréttar að lögregla hefði ekki sýnt nægilega fram á að skilyrði laga er varða gæsluvarðhald, nánar tiltekið 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 væru fyrir hendi. Í málsgreininni stendur: „Einnig má úrskurða sakborning í gæsluvarðhald þótt skilyrði a–d-liðar 1. mgr. séu ekki fyrir hendi ef sterkur grunur leikur á að hann hafi framið afbrot sem að lögum getur varðað 10 ára fangelsi, enda sé brotið þess eðlis að ætla megi varðhald nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna.“ Samkvæmt því er uppi vafi hvort sterkur grunur leiki á að karlmaðurinn hafi framið afbrot sem varðar allt að tíu ára fangelsi. Karlmaðurinn hefur borið fyrir sig að hinn látni hafi veist að sér með hníf, sært sig í andliti og læri. Við átökin fékk hinn látni einnig stungusár og tvö sár á vinstri síðu. Þau eru talin hafa dregið hann til dauða. Í læknisvottorði segir að útlit sáranna bendi sterklega til þess að „skarpan kraft“ hafi þurft til að veita þau með hnífi. Karlmaðurinn mun áfram ásamt þremur öðrum bera réttarstöðu sakbornings í málinu á meðan rannsókn stendur yfir. Að rannsókn lokinni verður málið svo sent til ákærumeðferðar hjá Héraðssaksóknara. Lögreglumál Manndráp á Ólafsfirði Fjallabyggð Tengdar fréttir „Skarpan kraft“ þurfti til að veita stungusárin Frekari rannsóknir þarf til að sýna fram á hvort maðurinn sem banaði öðrum á Ólafsfirði í byrjun mánaðarins gerði það í sjálfsvörn eða ekki. Hinn látni er talinn hafa átt upptökin og mætt með hnîf á vettvang. 19. október 2022 18:47 Ung hetja kom í veg fyrir að fleiri létust í harmleiknum á Ólafsfirði Telja má líklegt að rúmlega tvítugur karlmaður hafi komið í veg fyrir að karlmanni á fertugsaldri blæddi út af sárum sem hann hlaut í heimahúsi á Ólafsfirði fyrir viku. Karlmaðurinn ungi var fyrir tilviljun á rúntinum með vinkonu sinni umrædda nótt þegar óskað var eftir aðstoð hans. 10. október 2022 14:01 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra að rannsókn miði vel og skýrslutökum að mestu lokið. Úrvinnsla gagna stendur enn yfir og er meðal annars beðið endanlegrar niðurstöðu réttarkrufningar sem og niðurstaðna samanburðarrannsókna á lífsýnum. Fram kemur í tilkynningunni að í dag hafi farið fram sviðsetning atburðarins fyrir norðan með liðsinni sakbornings og aðstoðar tæknideildar lögreglu. „Sviðsetning er rannsóknarúrræði sem er almennt ætlað að varpa betur ljósi á þau atvik sem til rannsóknar eru og er viðbót sem getur gefið sakborningi betra færi á að lýsa atburðum. Sviðsetning er svo borin saman við önnur rannsóknargögn svo sem vettvangsrannsókn, lífsýni og framburði annarra,“ segir í tilkynningunni. Fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir karlmanni á fertugsaldri rann út í gær. Í tilkynningunni segir að ákveðið hafi verið að fara ekki fram á frekara gæsluvarðhald. Ákvörðunin byggi á þeim forsendum héraðsdóms og síðar Landsréttar að lögregla hefði ekki sýnt nægilega fram á að skilyrði laga er varða gæsluvarðhald, nánar tiltekið 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 væru fyrir hendi. Í málsgreininni stendur: „Einnig má úrskurða sakborning í gæsluvarðhald þótt skilyrði a–d-liðar 1. mgr. séu ekki fyrir hendi ef sterkur grunur leikur á að hann hafi framið afbrot sem að lögum getur varðað 10 ára fangelsi, enda sé brotið þess eðlis að ætla megi varðhald nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna.“ Samkvæmt því er uppi vafi hvort sterkur grunur leiki á að karlmaðurinn hafi framið afbrot sem varðar allt að tíu ára fangelsi. Karlmaðurinn hefur borið fyrir sig að hinn látni hafi veist að sér með hníf, sært sig í andliti og læri. Við átökin fékk hinn látni einnig stungusár og tvö sár á vinstri síðu. Þau eru talin hafa dregið hann til dauða. Í læknisvottorði segir að útlit sáranna bendi sterklega til þess að „skarpan kraft“ hafi þurft til að veita þau með hnífi. Karlmaðurinn mun áfram ásamt þremur öðrum bera réttarstöðu sakbornings í málinu á meðan rannsókn stendur yfir. Að rannsókn lokinni verður málið svo sent til ákærumeðferðar hjá Héraðssaksóknara.
Lögreglumál Manndráp á Ólafsfirði Fjallabyggð Tengdar fréttir „Skarpan kraft“ þurfti til að veita stungusárin Frekari rannsóknir þarf til að sýna fram á hvort maðurinn sem banaði öðrum á Ólafsfirði í byrjun mánaðarins gerði það í sjálfsvörn eða ekki. Hinn látni er talinn hafa átt upptökin og mætt með hnîf á vettvang. 19. október 2022 18:47 Ung hetja kom í veg fyrir að fleiri létust í harmleiknum á Ólafsfirði Telja má líklegt að rúmlega tvítugur karlmaður hafi komið í veg fyrir að karlmanni á fertugsaldri blæddi út af sárum sem hann hlaut í heimahúsi á Ólafsfirði fyrir viku. Karlmaðurinn ungi var fyrir tilviljun á rúntinum með vinkonu sinni umrædda nótt þegar óskað var eftir aðstoð hans. 10. október 2022 14:01 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
„Skarpan kraft“ þurfti til að veita stungusárin Frekari rannsóknir þarf til að sýna fram á hvort maðurinn sem banaði öðrum á Ólafsfirði í byrjun mánaðarins gerði það í sjálfsvörn eða ekki. Hinn látni er talinn hafa átt upptökin og mætt með hnîf á vettvang. 19. október 2022 18:47
Ung hetja kom í veg fyrir að fleiri létust í harmleiknum á Ólafsfirði Telja má líklegt að rúmlega tvítugur karlmaður hafi komið í veg fyrir að karlmanni á fertugsaldri blæddi út af sárum sem hann hlaut í heimahúsi á Ólafsfirði fyrir viku. Karlmaðurinn ungi var fyrir tilviljun á rúntinum með vinkonu sinni umrædda nótt þegar óskað var eftir aðstoð hans. 10. október 2022 14:01