Sport

Brynjólfur og félagar enn í fallsæti

Smári Jökull Jónsson skrifar
Brynjólfur og félagar þurfa að ná í úrslit í síðustu umferðinni ætli þeir sér ekki að falla.
Brynjólfur og félagar þurfa að ná í úrslit í síðustu umferðinni ætli þeir sér ekki að falla. Vísir/Getty

Brynjólfur Andersen og félagar í norska liðinu Kristiansund eru enn í fallsæti norsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu en næstsíðasta umferðin fór fram í dag.

Brynjólfur var í byrjunarliði Kristiansund og nældi sér í gult spjald í síðari hálfleiknum. Fyrir leikinn var Kristiansund í fallsæti, tveimur stigum á eftir liði Sandefjord. Nú munar einu stigi á liðunum en Kristiansund á leik gegn þegar föllnu liði Jerv í síðustu umferðinni.

Tvö lið falla úr deildinni en liðið í þriðja neðsta sæti leikur umspilsleiki um sæti í deildinni að ári gegn liðinu í þriðja sæti næstefstu deildar.

Alfons Sampsted lék allan leikinn fyrir Bodö/Glimt sem vann sigur á Patrik Sigurði Gunnarssyni og félögum í Viking. Patrik þurfti að sækja boltann fimm sinnum í netið í dag því Bodö/Glimt vann 5-4 í miklum markaleik.

Kristall Máni Ingason kom inn sem varamaður á 74.mínútu hjá Rosenborg sem vann Jerf 4-2 á útivelli. Rosenborg er í þriðja sæti og mun ekki enda neðar en gæti stolið silfrinu af Bodö/Glimt í síðustu umferðinni.

Brynjar Ingi Bjarnason lék allan leikinn í vörn Valerenga sem gerði jafntefli við Haugesund. Þá kom Hólmbert Aron Friðjónsson inn sem varamaður hjá Lilleström sem tapaði 2-1 fyrir Álasund. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×