Undrandi á hugmyndum um að hætta að flagga á Sigló Atli Ísleifsson skrifar 27. október 2022 15:02 Kristján L. Möller var lengi bæjarfulltrúi á Siglufirði áður en hann tók sæti á þingi og varð síðar ráðherra. Hann hefur sterkar skoðanir á fánamálinu. Vísir/Vilhelm/Egill „Ég var nú mest hissa og undrandi á þessu,“ segir Siglfirðingurinn Kristján L. Möller um hugmyndir bæjarráðs Fjallabyggðar um að hætt verði að flagga íslenska fánanum í hálfa stöng við ráðhúsið við andlát og útför íbúa sveitarfélagsins. Bæjarráð Fjallabyggðar samþykkti fyrr í vikunni tillögur þessa efnis og vísaði þeim til afgreiðslu og umræðu í bæjarstjórn. Kristján segir umræðu um málið vera af hinu góða – hún þurfi að vera lágstemmd og málefnanleg. Hann vonast þó til að hætt verði við áformin, en að skýrar reglur verði settar og birtar bæjarbúum um hvenær verði flaggað og hvenær ekki. Kristján var lengi bæjarfulltrúi á Siglufirði áður en hann tók sæti á þingi og varð síðar ráðherra. Hann var forseti bæjarstjórnar Siglufjarðar á árunum 1986 til 1987 og aftur frá 1990 til 1998. Hann hefur alla tíð verið skráður með lögheimili á Siglufirði. „Ég man að mér þótti mjög sérstakt á mínum unglingsárum og líka eftir að ég varð bæjarfulltrúi og forseti bæjarstjórnar að það var stundum flaggað og stundum ekki. Það fannst mér ekki í lagi. Í forsetatíð minni í bæjarstjórn var þá tekin upp sú hefð að flaggað var fyrir öllum skráðum íbúum Siglufjarðar. Sú hefð hefur verið í gangi síðan,“ segir Kristján. Ætlað að einfalda hlutina S. Guðrún Hauksdóttir, varaformaður bæjarráðs, sagði í samtali við Vísi í gær að tillögurnar væru til komnar til að samræma hefðir innan sveitarfélagsins eftir sameiningu Siglufjarðar og Ólafsfjarðar. Sveitarfélögin sameinuðust árið 2006 og mynduðu þá Fjallabyggð. „Hugmyndin snýst um að einfalda hlutina og að sýna öllum sömu virðingu. Upp hafa komið tilvik þar sem vitneskja um andlát er ekki fyrir hendi, en svo þarf líka að endurskoða mál í takt við breytingar í samfélaginu,“ sagði Guðrún. Tillögurnar gera ráð fyrir að flögguninni verði hætt um áramótin. Virðingar- og þakkætisvottur Kristján segir ráðhúsið og Ráðhústorgið vera hjarta Siglufjarðar og að allir fari þar um. „Að flagga við andlát og útför hefur verið virðingar- og þakklætisvottur og um leið tilkynning til bæjarbúa um að við höfum misst samborgara okkar.“ Hann segir það þó rétt að þörf sé á reglum hvað þetta varðar. Eitt af þeim vandamálum sem hafi komið upp snúi að því að aðstandendur brottfluttra Siglfirðinga hafi samband og óski eftir því að flaggað sé í bænum vegna fráfallsins. „Ég segi nú stundum að Siglfirðingar séu í kringum 30 þúsund, fæddir, enda var bærinn fyrir ekki svo löngu síðan fimmti stærsti bær landsins. Nú eru um 1.250 heima á Siglufirði en hinir 28.750 eru út um allt land og um allan heim. Ef við myndum flagga fyrir þeim öllum yrði nú líklega flaggað alla daga ársins. Þannig að það er klárlega þörf á reglum og ég vona að það sé það sem muni koma út úr þessari umræðu nú. Einhvers staðar þarf að draga mörkin.“ Fagri Siglufjörður.Vísir/Vilhelm Óþarfi að samræma hefðir byggðakjarna sveitarfélagsins Kristján segist sjá fyrir sér reglur þar sem miðað yrði við að flaggað yrði fyrir þeim sem eru með lögheimili á Siglufirði og að aðstandandi hins látna hafi óskað eftir slíku. „Samfélagið er líka að breytast. Á Siglufirði er fjöldi fólks af ólíkum þjóðernum og trú. Auðvitað eru kannski einhverjir sem eru ekki kristinnar trúar og hafa ekki áhuga á að það sé flaggað.“ Varðandi rökin um að samræma þurfi reglur fyrir Siglufjörð og Ólafsfjörð segir Kristján að sér finnist þau ekki eiga við. „Við þurfum að halda í okkar hefðir. Þó að sveitarfélögin hafi sameinast þá þarf ekkert að samræma ólíkar hefðir byggðakjarnanna. Og varðandi kostnað sveitarfélagsins við að flagga þá er vel hægt að útfæra það. Og burtséð frá því þá skiptir það litlu máli, enda sveitarfélagið vel stætt fjárhagslega. Mér sýnist líka, eftir að fréttin birtist á Vísi, að þessar tillögur hafi lagst frekar illa í íbúa Siglufjarðar.“ Fjallabyggð Íslenski fáninn Tengdar fréttir Hætt verði að flagga í hálfa við ráðhúsið við andlát og útför íbúa Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt tillögur um að hætt verði að flagga íslenska fánanum við ráðhús sveitarfélagsins við andlát og útför íbúa sveitarfélagsins. 26. október 2022 14:10 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Bæjarráð Fjallabyggðar samþykkti fyrr í vikunni tillögur þessa efnis og vísaði þeim til afgreiðslu og umræðu í bæjarstjórn. Kristján segir umræðu um málið vera af hinu góða – hún þurfi að vera lágstemmd og málefnanleg. Hann vonast þó til að hætt verði við áformin, en að skýrar reglur verði settar og birtar bæjarbúum um hvenær verði flaggað og hvenær ekki. Kristján var lengi bæjarfulltrúi á Siglufirði áður en hann tók sæti á þingi og varð síðar ráðherra. Hann var forseti bæjarstjórnar Siglufjarðar á árunum 1986 til 1987 og aftur frá 1990 til 1998. Hann hefur alla tíð verið skráður með lögheimili á Siglufirði. „Ég man að mér þótti mjög sérstakt á mínum unglingsárum og líka eftir að ég varð bæjarfulltrúi og forseti bæjarstjórnar að það var stundum flaggað og stundum ekki. Það fannst mér ekki í lagi. Í forsetatíð minni í bæjarstjórn var þá tekin upp sú hefð að flaggað var fyrir öllum skráðum íbúum Siglufjarðar. Sú hefð hefur verið í gangi síðan,“ segir Kristján. Ætlað að einfalda hlutina S. Guðrún Hauksdóttir, varaformaður bæjarráðs, sagði í samtali við Vísi í gær að tillögurnar væru til komnar til að samræma hefðir innan sveitarfélagsins eftir sameiningu Siglufjarðar og Ólafsfjarðar. Sveitarfélögin sameinuðust árið 2006 og mynduðu þá Fjallabyggð. „Hugmyndin snýst um að einfalda hlutina og að sýna öllum sömu virðingu. Upp hafa komið tilvik þar sem vitneskja um andlát er ekki fyrir hendi, en svo þarf líka að endurskoða mál í takt við breytingar í samfélaginu,“ sagði Guðrún. Tillögurnar gera ráð fyrir að flögguninni verði hætt um áramótin. Virðingar- og þakkætisvottur Kristján segir ráðhúsið og Ráðhústorgið vera hjarta Siglufjarðar og að allir fari þar um. „Að flagga við andlát og útför hefur verið virðingar- og þakklætisvottur og um leið tilkynning til bæjarbúa um að við höfum misst samborgara okkar.“ Hann segir það þó rétt að þörf sé á reglum hvað þetta varðar. Eitt af þeim vandamálum sem hafi komið upp snúi að því að aðstandendur brottfluttra Siglfirðinga hafi samband og óski eftir því að flaggað sé í bænum vegna fráfallsins. „Ég segi nú stundum að Siglfirðingar séu í kringum 30 þúsund, fæddir, enda var bærinn fyrir ekki svo löngu síðan fimmti stærsti bær landsins. Nú eru um 1.250 heima á Siglufirði en hinir 28.750 eru út um allt land og um allan heim. Ef við myndum flagga fyrir þeim öllum yrði nú líklega flaggað alla daga ársins. Þannig að það er klárlega þörf á reglum og ég vona að það sé það sem muni koma út úr þessari umræðu nú. Einhvers staðar þarf að draga mörkin.“ Fagri Siglufjörður.Vísir/Vilhelm Óþarfi að samræma hefðir byggðakjarna sveitarfélagsins Kristján segist sjá fyrir sér reglur þar sem miðað yrði við að flaggað yrði fyrir þeim sem eru með lögheimili á Siglufirði og að aðstandandi hins látna hafi óskað eftir slíku. „Samfélagið er líka að breytast. Á Siglufirði er fjöldi fólks af ólíkum þjóðernum og trú. Auðvitað eru kannski einhverjir sem eru ekki kristinnar trúar og hafa ekki áhuga á að það sé flaggað.“ Varðandi rökin um að samræma þurfi reglur fyrir Siglufjörð og Ólafsfjörð segir Kristján að sér finnist þau ekki eiga við. „Við þurfum að halda í okkar hefðir. Þó að sveitarfélögin hafi sameinast þá þarf ekkert að samræma ólíkar hefðir byggðakjarnanna. Og varðandi kostnað sveitarfélagsins við að flagga þá er vel hægt að útfæra það. Og burtséð frá því þá skiptir það litlu máli, enda sveitarfélagið vel stætt fjárhagslega. Mér sýnist líka, eftir að fréttin birtist á Vísi, að þessar tillögur hafi lagst frekar illa í íbúa Siglufjarðar.“
Fjallabyggð Íslenski fáninn Tengdar fréttir Hætt verði að flagga í hálfa við ráðhúsið við andlát og útför íbúa Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt tillögur um að hætt verði að flagga íslenska fánanum við ráðhús sveitarfélagsins við andlát og útför íbúa sveitarfélagsins. 26. október 2022 14:10 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Hætt verði að flagga í hálfa við ráðhúsið við andlát og útför íbúa Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt tillögur um að hætt verði að flagga íslenska fánanum við ráðhús sveitarfélagsins við andlát og útför íbúa sveitarfélagsins. 26. október 2022 14:10