Ekki lengur strangt til tekið bannað að girnast konu náungans Snorri Másson skrifar 13. október 2022 10:30 Í Vídalínskirkju hafa verið gerðar breytingar á námsefni í fermingarfræðslu, þar sem tíunda boðorðið hefur verið fellt út. Kirkjuklukkur/Guðmundur Karl Einarsson Fermingarfræðsla er hafin í Garðabæ og þar dregur það til tíðinda, að börnum eru ekki lengur kennd boðorðin tíu, heldur boðorðin níu. Breytingin er sú að ekki er lengur strangt til tekið bannað að girnast konu náunga síns, þræl hans, uxa eða asna. Breytingarnar gefa þó engan afslátt af góðu siðferði, að sögn prests. Þú skalt ekki hafa aðra guði en mig. Þú skalt ekki leggja nafn Drottins Guðs þíns við hégóma. Minnstu þess að halda hvíldardaginn heilagan. Heiðra skaltu föður þinn og móður. Þú skalt ekki morð fremja. Þú skalt ekki drýgja hór. Þú skalt ekki stela. Þú skalt ekki bera ljúgvitni gegn náunga þínum. Þú skalt ekki girnast hús náunga þíns. Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns, ekki þræl hans eða ambátt, ekki uxa hans eða asna né nokkuð það sem náungi þinn á. Svona hafa boðorðin tíu hljóðað hingað til, en þau eru nú í augum fermingarbarna í Garðasókn orðin níu, eins og sjá má á bæklingi úr fermingarfræðslunni. Þar hefur tíunda boðorðið verið fellt úr. Enn hlynnt góðum hjónaböndum Matthildur Bjarnadóttir prestur í Vídalínskirkju í Garðasókn segir tímana breytta en segir þetta aðallega gert til að draga úr utanbókarlærdómnum fyrir börnin. „Þau eru náttúrulega tíu, það er alveg rétt. Þau eru ekki níu. En þessi síðustu tvö fjalla svolítið um sama hlutinn. Þau fjalla um öfund og ágirnd. Að vera ekki stöðugt að skoða líf, eignir og afrek annarra, öfundast og fyllast gremju yfir því að eiga ekki eitthvað sem aðrir eiga,“ segir Matthildur. Það sem þið hafið inni er „Þú skalt ekki girnast hús náunga þíns.“ Og takið út: „Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns, ekki þræl hans eða ambátt, ekki uxa hans eða asna né nokkuð það sem náungi þinn á.“ Matthildur Bjarnadóttir prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ.Vísir/Vilhelm „Já, nákvæmlega. Þarna birtist tíminn þar sem þessi boðorð voru skrifuð. Þetta var jafnvel á tímum fjölkvænis og þrælahalds, þannig að boðorðin spretta upp úr ólíkri menningu. En grundvallaratriðið er það sama,“ segir Matthildur. Það ber þá ekki að líta svo á að með úrfellingu þessa boðorðs að það sé verið að gefa það frjálst að það megi girnast konu náunga þíns? „Nei, við mælum sterklega gegn því,“ segir Matthildur í léttum dúr. „Við erum voða hlynnt góðum hjónaböndum í öllum sínum fjölbreytileika.“ Matthildur ítrekar að markmiðið sé fyrst og fremst að að létta undir með börnunum enda geti utanbókarlærdómurinn reynst þeim um megn. Tíunda boðorðið er óumdeilanlega það lengsta. Að því sé sleppt þýðir þó ekki að umræðan um góð kristin gildi sé eitthvað minni. „En við gefum engan afslátt af góðu siðferði. Það er gott að taka það fram. Það er ekki pælingin með breytingunni,“ segir Matthildur. Stórt að fermingarbörnin megi nú girnast konu og þræl náungans Halldór Armand Ásgeirsson rithöfundur vakti athygli á breytingunum á Twitter: „Gott að minna sig reglulega á Boðorðin níu. Stórt að fermingarbörn megi núna girnast konu og þræl náungans.“ Gott að minna sig reglulega á Boðorðin níu. Stórt að fermingarbörn megi núna girnast konu og þræl náungans pic.twitter.com/8nDvpBjd5Z— Halldór Armand (@HalldorArmand) October 13, 2022 Þjóðkirkjan Trúmál Garðabær Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Sjá meira
Þú skalt ekki hafa aðra guði en mig. Þú skalt ekki leggja nafn Drottins Guðs þíns við hégóma. Minnstu þess að halda hvíldardaginn heilagan. Heiðra skaltu föður þinn og móður. Þú skalt ekki morð fremja. Þú skalt ekki drýgja hór. Þú skalt ekki stela. Þú skalt ekki bera ljúgvitni gegn náunga þínum. Þú skalt ekki girnast hús náunga þíns. Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns, ekki þræl hans eða ambátt, ekki uxa hans eða asna né nokkuð það sem náungi þinn á. Svona hafa boðorðin tíu hljóðað hingað til, en þau eru nú í augum fermingarbarna í Garðasókn orðin níu, eins og sjá má á bæklingi úr fermingarfræðslunni. Þar hefur tíunda boðorðið verið fellt úr. Enn hlynnt góðum hjónaböndum Matthildur Bjarnadóttir prestur í Vídalínskirkju í Garðasókn segir tímana breytta en segir þetta aðallega gert til að draga úr utanbókarlærdómnum fyrir börnin. „Þau eru náttúrulega tíu, það er alveg rétt. Þau eru ekki níu. En þessi síðustu tvö fjalla svolítið um sama hlutinn. Þau fjalla um öfund og ágirnd. Að vera ekki stöðugt að skoða líf, eignir og afrek annarra, öfundast og fyllast gremju yfir því að eiga ekki eitthvað sem aðrir eiga,“ segir Matthildur. Það sem þið hafið inni er „Þú skalt ekki girnast hús náunga þíns.“ Og takið út: „Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns, ekki þræl hans eða ambátt, ekki uxa hans eða asna né nokkuð það sem náungi þinn á.“ Matthildur Bjarnadóttir prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ.Vísir/Vilhelm „Já, nákvæmlega. Þarna birtist tíminn þar sem þessi boðorð voru skrifuð. Þetta var jafnvel á tímum fjölkvænis og þrælahalds, þannig að boðorðin spretta upp úr ólíkri menningu. En grundvallaratriðið er það sama,“ segir Matthildur. Það ber þá ekki að líta svo á að með úrfellingu þessa boðorðs að það sé verið að gefa það frjálst að það megi girnast konu náunga þíns? „Nei, við mælum sterklega gegn því,“ segir Matthildur í léttum dúr. „Við erum voða hlynnt góðum hjónaböndum í öllum sínum fjölbreytileika.“ Matthildur ítrekar að markmiðið sé fyrst og fremst að að létta undir með börnunum enda geti utanbókarlærdómurinn reynst þeim um megn. Tíunda boðorðið er óumdeilanlega það lengsta. Að því sé sleppt þýðir þó ekki að umræðan um góð kristin gildi sé eitthvað minni. „En við gefum engan afslátt af góðu siðferði. Það er gott að taka það fram. Það er ekki pælingin með breytingunni,“ segir Matthildur. Stórt að fermingarbörnin megi nú girnast konu og þræl náungans Halldór Armand Ásgeirsson rithöfundur vakti athygli á breytingunum á Twitter: „Gott að minna sig reglulega á Boðorðin níu. Stórt að fermingarbörn megi núna girnast konu og þræl náungans.“ Gott að minna sig reglulega á Boðorðin níu. Stórt að fermingarbörn megi núna girnast konu og þræl náungans pic.twitter.com/8nDvpBjd5Z— Halldór Armand (@HalldorArmand) October 13, 2022
Þjóðkirkjan Trúmál Garðabær Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Sjá meira