Kynning á keppendum: Ekki vera lúser og treystu ferlinu Tinni Sveinsson skrifar 11. október 2022 13:59 Kolbrún, Kristján, Marlena, Örvar og Rúna keppa í bakgarðshlaupinu um helgina. Íslensku ofurhlaupararnir sem keppa í heimsmeistaramóti landsliða í bakgarðshlaupi um helgina koma úr ýmsum áttum og búa allir að gríðarlega mikilli hlaupareynslu. Næstu helgi keppa fimmtán ofurhlauparar fyrir Íslands hönd í bakgarðshlaupi í Elliðaárdal. Ræst verður á sama tíma í þrjátíu og sjö löndum og hlaupið hring eftir hring þar til aðeins einn hlaupari stendur eftir. Hlaupið verður í beinni útsendingu hér á Vísi. Sjá nánar: Keppa um heimsmeistaratitil í beinni útsendingu úr Elliðaárdal Hér að neðan kynnumst við fimm keppendum sem hlaupa fyrir Íslands hönd nánar. Næstu daga verða síðan fleiri keppendur kynntir. Örvar Steingrímsson. Keppandi 15 Örvar Steingrímsson er 43 ára verkfræðingur hjá Eflu og fjögurra barna faðir úr Kópavogi. Hann byrjaði að hlaupa árið 2010. Síðan þá hefur hann keppt þrisvar fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramótinu í utanvegahlaupi (e. World Trail Championship), unnið Laugavegshlaupið og sett brautarmet í Hengill Ultra hlaupinu. Marlena Radziszewska. Keppandi 14 Marlena Radziszewska er 31 árs starfsmaður hjá Icelandair úr Keflavík. Hún byrjaði að hlaupa fyrir 14 árum og hefur náð miklum árangri. Marlena vann pólska 48 tíma hlaupið í fyrra og lenti í öðru sæti í ár en þar hljóp hún 332 kílómetra. Marlena hafnaði í öðru sæti í bakgarðshlaupinu í september. Þar hljóp hún alls 31 hring eða 207,6 kílómetra. Markmið hennar í hlaupinu er að hafa gaman og ná sem bestum árangri fyrir liðið allt. Rúna Rut Ragnarsdóttir. Keppandi 13 Rúna Rut Ragnarsdóttir er 46 ára sérfræðingur hjá Microsoft og tveggja barna móðir úr Reykjavík. Hún hefur hlaupið síðan 2005 og starfar einnig sem hlaupaþjálfari. Rúna hefur klárað 40 maraþon og ultra hlaup og stefnir á að ná þeirri tölu upp í 70 áður en hún verður sjötug. Hennar mantra fyrir hlaup er úr smiðju dóttur hennar sem segir við hana fyrir hvert hlaup: „Ekki vera lúser, mamma.“ Rúna stefnir á að fá sér húðflúr með vegalengdinni sem hún nær í hlaupinu um helgina. Kristján Skúli Skúlason. Keppandi 12 Kristján Skúli Skúlason er 34 ára greinandi hjá ferðaþjónustufyrirtækinu Icelandia og tveggja barna faðir úr Reykjavík. Hann er fjallaleiðsögumaður og hefur stundað utanvegahlaup frá 2018. Hann stefnir á að ná að hugsa nógu vel um líkamann í hlaupinu um helgina til að komast að því hversu langt hugurinn getur borið hann. Hans mantra fyrir hlaup er úr smiðju körfuboltaliðsins Philadelphia 76ers: „Treystu ferlinu (e. Trust the process).“ Kolbrún Ósk Jónsdóttir. Keppandi 11 Kolbrún Ósk Jónsdóttir er 41 árs kennari og þriggja barna móðir úr Mosfellsbæ. Hún hefur stundað hlaup frá táningsaldri en hefur notið sín enn betur eftir að hún byrjaði að stunda utanvegahlaup. Að hlaupa í náttúrunni gefur henni einstaklega góða tilfinningu. Hennar mantra fyrir hlaup er „Þú getur gert allt sem þig langar til.“ Eftir hlaup ætlar Kolbrún að verðlauna sig með því að fara í heitan og kaldan pott. Hlaup Bakgarðshlaup Tengdar fréttir Keppa um heimsmeistaratitil í beinni útsendingu úr Elliðaárdal Næstu helgi keppa fimmtán ofurhlauparar fyrir Íslands hönd í bakgarðshlaupi í Elliðaárdal. Ræst verður á sama tíma í þrjátíu og sjö löndum og hlaupið hring eftir hring þar til aðeins einn hlaupari stendur eftir. Hlaupið verður í beinni útsendingu hér á Vísi. 10. október 2022 17:01 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Sjá meira
Næstu helgi keppa fimmtán ofurhlauparar fyrir Íslands hönd í bakgarðshlaupi í Elliðaárdal. Ræst verður á sama tíma í þrjátíu og sjö löndum og hlaupið hring eftir hring þar til aðeins einn hlaupari stendur eftir. Hlaupið verður í beinni útsendingu hér á Vísi. Sjá nánar: Keppa um heimsmeistaratitil í beinni útsendingu úr Elliðaárdal Hér að neðan kynnumst við fimm keppendum sem hlaupa fyrir Íslands hönd nánar. Næstu daga verða síðan fleiri keppendur kynntir. Örvar Steingrímsson. Keppandi 15 Örvar Steingrímsson er 43 ára verkfræðingur hjá Eflu og fjögurra barna faðir úr Kópavogi. Hann byrjaði að hlaupa árið 2010. Síðan þá hefur hann keppt þrisvar fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramótinu í utanvegahlaupi (e. World Trail Championship), unnið Laugavegshlaupið og sett brautarmet í Hengill Ultra hlaupinu. Marlena Radziszewska. Keppandi 14 Marlena Radziszewska er 31 árs starfsmaður hjá Icelandair úr Keflavík. Hún byrjaði að hlaupa fyrir 14 árum og hefur náð miklum árangri. Marlena vann pólska 48 tíma hlaupið í fyrra og lenti í öðru sæti í ár en þar hljóp hún 332 kílómetra. Marlena hafnaði í öðru sæti í bakgarðshlaupinu í september. Þar hljóp hún alls 31 hring eða 207,6 kílómetra. Markmið hennar í hlaupinu er að hafa gaman og ná sem bestum árangri fyrir liðið allt. Rúna Rut Ragnarsdóttir. Keppandi 13 Rúna Rut Ragnarsdóttir er 46 ára sérfræðingur hjá Microsoft og tveggja barna móðir úr Reykjavík. Hún hefur hlaupið síðan 2005 og starfar einnig sem hlaupaþjálfari. Rúna hefur klárað 40 maraþon og ultra hlaup og stefnir á að ná þeirri tölu upp í 70 áður en hún verður sjötug. Hennar mantra fyrir hlaup er úr smiðju dóttur hennar sem segir við hana fyrir hvert hlaup: „Ekki vera lúser, mamma.“ Rúna stefnir á að fá sér húðflúr með vegalengdinni sem hún nær í hlaupinu um helgina. Kristján Skúli Skúlason. Keppandi 12 Kristján Skúli Skúlason er 34 ára greinandi hjá ferðaþjónustufyrirtækinu Icelandia og tveggja barna faðir úr Reykjavík. Hann er fjallaleiðsögumaður og hefur stundað utanvegahlaup frá 2018. Hann stefnir á að ná að hugsa nógu vel um líkamann í hlaupinu um helgina til að komast að því hversu langt hugurinn getur borið hann. Hans mantra fyrir hlaup er úr smiðju körfuboltaliðsins Philadelphia 76ers: „Treystu ferlinu (e. Trust the process).“ Kolbrún Ósk Jónsdóttir. Keppandi 11 Kolbrún Ósk Jónsdóttir er 41 árs kennari og þriggja barna móðir úr Mosfellsbæ. Hún hefur stundað hlaup frá táningsaldri en hefur notið sín enn betur eftir að hún byrjaði að stunda utanvegahlaup. Að hlaupa í náttúrunni gefur henni einstaklega góða tilfinningu. Hennar mantra fyrir hlaup er „Þú getur gert allt sem þig langar til.“ Eftir hlaup ætlar Kolbrún að verðlauna sig með því að fara í heitan og kaldan pott.
Hlaup Bakgarðshlaup Tengdar fréttir Keppa um heimsmeistaratitil í beinni útsendingu úr Elliðaárdal Næstu helgi keppa fimmtán ofurhlauparar fyrir Íslands hönd í bakgarðshlaupi í Elliðaárdal. Ræst verður á sama tíma í þrjátíu og sjö löndum og hlaupið hring eftir hring þar til aðeins einn hlaupari stendur eftir. Hlaupið verður í beinni útsendingu hér á Vísi. 10. október 2022 17:01 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Sjá meira
Keppa um heimsmeistaratitil í beinni útsendingu úr Elliðaárdal Næstu helgi keppa fimmtán ofurhlauparar fyrir Íslands hönd í bakgarðshlaupi í Elliðaárdal. Ræst verður á sama tíma í þrjátíu og sjö löndum og hlaupið hring eftir hring þar til aðeins einn hlaupari stendur eftir. Hlaupið verður í beinni útsendingu hér á Vísi. 10. október 2022 17:01
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn