Kynning á keppendum: Ekki vera lúser og treystu ferlinu Tinni Sveinsson skrifar 11. október 2022 13:59 Kolbrún, Kristján, Marlena, Örvar og Rúna keppa í bakgarðshlaupinu um helgina. Íslensku ofurhlaupararnir sem keppa í heimsmeistaramóti landsliða í bakgarðshlaupi um helgina koma úr ýmsum áttum og búa allir að gríðarlega mikilli hlaupareynslu. Næstu helgi keppa fimmtán ofurhlauparar fyrir Íslands hönd í bakgarðshlaupi í Elliðaárdal. Ræst verður á sama tíma í þrjátíu og sjö löndum og hlaupið hring eftir hring þar til aðeins einn hlaupari stendur eftir. Hlaupið verður í beinni útsendingu hér á Vísi. Sjá nánar: Keppa um heimsmeistaratitil í beinni útsendingu úr Elliðaárdal Hér að neðan kynnumst við fimm keppendum sem hlaupa fyrir Íslands hönd nánar. Næstu daga verða síðan fleiri keppendur kynntir. Örvar Steingrímsson. Keppandi 15 Örvar Steingrímsson er 43 ára verkfræðingur hjá Eflu og fjögurra barna faðir úr Kópavogi. Hann byrjaði að hlaupa árið 2010. Síðan þá hefur hann keppt þrisvar fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramótinu í utanvegahlaupi (e. World Trail Championship), unnið Laugavegshlaupið og sett brautarmet í Hengill Ultra hlaupinu. Marlena Radziszewska. Keppandi 14 Marlena Radziszewska er 31 árs starfsmaður hjá Icelandair úr Keflavík. Hún byrjaði að hlaupa fyrir 14 árum og hefur náð miklum árangri. Marlena vann pólska 48 tíma hlaupið í fyrra og lenti í öðru sæti í ár en þar hljóp hún 332 kílómetra. Marlena hafnaði í öðru sæti í bakgarðshlaupinu í september. Þar hljóp hún alls 31 hring eða 207,6 kílómetra. Markmið hennar í hlaupinu er að hafa gaman og ná sem bestum árangri fyrir liðið allt. Rúna Rut Ragnarsdóttir. Keppandi 13 Rúna Rut Ragnarsdóttir er 46 ára sérfræðingur hjá Microsoft og tveggja barna móðir úr Reykjavík. Hún hefur hlaupið síðan 2005 og starfar einnig sem hlaupaþjálfari. Rúna hefur klárað 40 maraþon og ultra hlaup og stefnir á að ná þeirri tölu upp í 70 áður en hún verður sjötug. Hennar mantra fyrir hlaup er úr smiðju dóttur hennar sem segir við hana fyrir hvert hlaup: „Ekki vera lúser, mamma.“ Rúna stefnir á að fá sér húðflúr með vegalengdinni sem hún nær í hlaupinu um helgina. Kristján Skúli Skúlason. Keppandi 12 Kristján Skúli Skúlason er 34 ára greinandi hjá ferðaþjónustufyrirtækinu Icelandia og tveggja barna faðir úr Reykjavík. Hann er fjallaleiðsögumaður og hefur stundað utanvegahlaup frá 2018. Hann stefnir á að ná að hugsa nógu vel um líkamann í hlaupinu um helgina til að komast að því hversu langt hugurinn getur borið hann. Hans mantra fyrir hlaup er úr smiðju körfuboltaliðsins Philadelphia 76ers: „Treystu ferlinu (e. Trust the process).“ Kolbrún Ósk Jónsdóttir. Keppandi 11 Kolbrún Ósk Jónsdóttir er 41 árs kennari og þriggja barna móðir úr Mosfellsbæ. Hún hefur stundað hlaup frá táningsaldri en hefur notið sín enn betur eftir að hún byrjaði að stunda utanvegahlaup. Að hlaupa í náttúrunni gefur henni einstaklega góða tilfinningu. Hennar mantra fyrir hlaup er „Þú getur gert allt sem þig langar til.“ Eftir hlaup ætlar Kolbrún að verðlauna sig með því að fara í heitan og kaldan pott. Hlaup Bakgarðshlaup Tengdar fréttir Keppa um heimsmeistaratitil í beinni útsendingu úr Elliðaárdal Næstu helgi keppa fimmtán ofurhlauparar fyrir Íslands hönd í bakgarðshlaupi í Elliðaárdal. Ræst verður á sama tíma í þrjátíu og sjö löndum og hlaupið hring eftir hring þar til aðeins einn hlaupari stendur eftir. Hlaupið verður í beinni útsendingu hér á Vísi. 10. október 2022 17:01 Mest lesið Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Guðmundur Flóki sótti þriðju gullverðlaunin í röð UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Körfuboltakvöld Extra tekur fyrir leik Vals og Tindastóls í beinni Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Laus úr útlegðinni og mættur heim „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Baldvin bætti Íslandsmetið Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Sjá meira
Næstu helgi keppa fimmtán ofurhlauparar fyrir Íslands hönd í bakgarðshlaupi í Elliðaárdal. Ræst verður á sama tíma í þrjátíu og sjö löndum og hlaupið hring eftir hring þar til aðeins einn hlaupari stendur eftir. Hlaupið verður í beinni útsendingu hér á Vísi. Sjá nánar: Keppa um heimsmeistaratitil í beinni útsendingu úr Elliðaárdal Hér að neðan kynnumst við fimm keppendum sem hlaupa fyrir Íslands hönd nánar. Næstu daga verða síðan fleiri keppendur kynntir. Örvar Steingrímsson. Keppandi 15 Örvar Steingrímsson er 43 ára verkfræðingur hjá Eflu og fjögurra barna faðir úr Kópavogi. Hann byrjaði að hlaupa árið 2010. Síðan þá hefur hann keppt þrisvar fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramótinu í utanvegahlaupi (e. World Trail Championship), unnið Laugavegshlaupið og sett brautarmet í Hengill Ultra hlaupinu. Marlena Radziszewska. Keppandi 14 Marlena Radziszewska er 31 árs starfsmaður hjá Icelandair úr Keflavík. Hún byrjaði að hlaupa fyrir 14 árum og hefur náð miklum árangri. Marlena vann pólska 48 tíma hlaupið í fyrra og lenti í öðru sæti í ár en þar hljóp hún 332 kílómetra. Marlena hafnaði í öðru sæti í bakgarðshlaupinu í september. Þar hljóp hún alls 31 hring eða 207,6 kílómetra. Markmið hennar í hlaupinu er að hafa gaman og ná sem bestum árangri fyrir liðið allt. Rúna Rut Ragnarsdóttir. Keppandi 13 Rúna Rut Ragnarsdóttir er 46 ára sérfræðingur hjá Microsoft og tveggja barna móðir úr Reykjavík. Hún hefur hlaupið síðan 2005 og starfar einnig sem hlaupaþjálfari. Rúna hefur klárað 40 maraþon og ultra hlaup og stefnir á að ná þeirri tölu upp í 70 áður en hún verður sjötug. Hennar mantra fyrir hlaup er úr smiðju dóttur hennar sem segir við hana fyrir hvert hlaup: „Ekki vera lúser, mamma.“ Rúna stefnir á að fá sér húðflúr með vegalengdinni sem hún nær í hlaupinu um helgina. Kristján Skúli Skúlason. Keppandi 12 Kristján Skúli Skúlason er 34 ára greinandi hjá ferðaþjónustufyrirtækinu Icelandia og tveggja barna faðir úr Reykjavík. Hann er fjallaleiðsögumaður og hefur stundað utanvegahlaup frá 2018. Hann stefnir á að ná að hugsa nógu vel um líkamann í hlaupinu um helgina til að komast að því hversu langt hugurinn getur borið hann. Hans mantra fyrir hlaup er úr smiðju körfuboltaliðsins Philadelphia 76ers: „Treystu ferlinu (e. Trust the process).“ Kolbrún Ósk Jónsdóttir. Keppandi 11 Kolbrún Ósk Jónsdóttir er 41 árs kennari og þriggja barna móðir úr Mosfellsbæ. Hún hefur stundað hlaup frá táningsaldri en hefur notið sín enn betur eftir að hún byrjaði að stunda utanvegahlaup. Að hlaupa í náttúrunni gefur henni einstaklega góða tilfinningu. Hennar mantra fyrir hlaup er „Þú getur gert allt sem þig langar til.“ Eftir hlaup ætlar Kolbrún að verðlauna sig með því að fara í heitan og kaldan pott.
Hlaup Bakgarðshlaup Tengdar fréttir Keppa um heimsmeistaratitil í beinni útsendingu úr Elliðaárdal Næstu helgi keppa fimmtán ofurhlauparar fyrir Íslands hönd í bakgarðshlaupi í Elliðaárdal. Ræst verður á sama tíma í þrjátíu og sjö löndum og hlaupið hring eftir hring þar til aðeins einn hlaupari stendur eftir. Hlaupið verður í beinni útsendingu hér á Vísi. 10. október 2022 17:01 Mest lesið Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Guðmundur Flóki sótti þriðju gullverðlaunin í röð UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Körfuboltakvöld Extra tekur fyrir leik Vals og Tindastóls í beinni Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Laus úr útlegðinni og mættur heim „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Baldvin bætti Íslandsmetið Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Sjá meira
Keppa um heimsmeistaratitil í beinni útsendingu úr Elliðaárdal Næstu helgi keppa fimmtán ofurhlauparar fyrir Íslands hönd í bakgarðshlaupi í Elliðaárdal. Ræst verður á sama tíma í þrjátíu og sjö löndum og hlaupið hring eftir hring þar til aðeins einn hlaupari stendur eftir. Hlaupið verður í beinni útsendingu hér á Vísi. 10. október 2022 17:01