Arnar Gunnlaugsson: Innilega til hamingju Blikar nær og fjær Sverrir Mar Smárason skrifar 10. október 2022 21:35 Arnar Gunnlaugsson á hliðarlínunni í leik í sumar. Vísir/Vilhelm Víkingur tapaði í kvöld 2-1 í leik gegn Stjörnunni og gerðu með því Breiðablik að Íslandsmeisturum. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, byrjaði á því að óska öllu Blikum til hamingju. „Fótbolti maður, fótbolti. Ég vil byrja á því að óska Blikum til hamingju með titilinn. Við verðum að vera „humble“ og sýna íþróttaanda. Innilega til hamingju Blikar nær og fjær,“ sagði Arnar. Víkingar komust yfir í síðari hálfleik en fengu svo tvö mörk á sig í kjölfarið. „Hvað gerðist? Þetta var alveg „kamikaze“ leikur hjá Stjörnunni í fyrri hálfleik og við hefðum átt að vera svona fimm, sex mörkum yfir í hálfleik. Þeir buðu okkur upp í dans en við þáðum ekki boðið.“ „Mér fannst fyrri hálfleikur virkilega öflugur hjá okkar mönnum. Þetta var ekkert ósvipað og gegn Leikni og ég sagði það við strákana í hálfleik. Við eigum að vera yfir í hálfleiknum, það er ekkert flóknara en það. Eftir að við komumst í 1-0 þá hélt ég að við myndum ganga á lagið en þá fóru menn bara að gefa eftir. Hvað sem veldur því, við getum talað um allskonar afsakanir en þú átt bara að mæta til leiks og klára svona leiki með sæmd. Við erum búnir að tala svo mikið um það hversu hár „standardinn“ er orðinn hjá klúbbnum og þetta er ekki leyfilegt. Menn munu fá að finna fyrir því,“ sagði Arnar. Arnar fór því næst að tala um Breiðablik og þeirra tímabil. „Stundum verður maður bara að taka hattinn ofan fyrir andstæðingunum. Þeir eru búnir að vera mjög stöðugir í allt sumar. Við byrjuðum mótið illa og náðum svo hrikalega góðu „rönni“ eftir leik okkar við Blikana í maí. Held við höfum ekki tapað í deild og bikar í einhverjum tuttugu og eitthvað leikjum. Svo er þetta bara einum of mikið, þeir voru bara einum of sterkir í ár. Við þurfum að læra af þessu eins og þeir þurftu að læra af vonbrigðunum í fyrra. Þurfum að mæta sterkir til leiks í vetur og reyna að endurheimta titilinn næst. Þetta eru bara íþróttir. Bæði liðin búin að setja mjög háan „standard“. Þetta er ótrúlegt, við erum búnir að tapa sex leikjum á tveimur árum í deild og bikar. Við höfum ekki verið lélegir en Blikarnir hafa verið virkilega góðir.“, En hver er munurinn á Blikum í ár frá því í fyrra? „Þetta eru bara þroskamerki hjá leikmönnum Blika. Þeir voru frábærir í fyrra, þéttu raðirnar og voru með gríðarlega öflugan varnarleik í ár ásamt því að halda áfram að skora fullt af mörkum. Þeir voru í raun hið fullkomna lið. Fá á sig fá mörk og skora mörg. Við höfum skorað mörg mörk en fengið á okkur virkilega alltof mörg mörk,“ sagði Arnar um Breiðablik að lokum. Besta deild karla Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Stjarnan Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Víkingur 1-2 | Stjörnumenn sendu titilinn í Kópavog Stjarnan vann 2-1 endurkomusigur á Víking þegar liðin mættust í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Sigurinn þýðir að Breiðablik er Íslandsmeistari þar sem ekkert lið getur náð þeim að stigum þó þrjár umferðir séu enn eftir af Bestu deildinni. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 10. október 2022 21:15 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Sjá meira
„Fótbolti maður, fótbolti. Ég vil byrja á því að óska Blikum til hamingju með titilinn. Við verðum að vera „humble“ og sýna íþróttaanda. Innilega til hamingju Blikar nær og fjær,“ sagði Arnar. Víkingar komust yfir í síðari hálfleik en fengu svo tvö mörk á sig í kjölfarið. „Hvað gerðist? Þetta var alveg „kamikaze“ leikur hjá Stjörnunni í fyrri hálfleik og við hefðum átt að vera svona fimm, sex mörkum yfir í hálfleik. Þeir buðu okkur upp í dans en við þáðum ekki boðið.“ „Mér fannst fyrri hálfleikur virkilega öflugur hjá okkar mönnum. Þetta var ekkert ósvipað og gegn Leikni og ég sagði það við strákana í hálfleik. Við eigum að vera yfir í hálfleiknum, það er ekkert flóknara en það. Eftir að við komumst í 1-0 þá hélt ég að við myndum ganga á lagið en þá fóru menn bara að gefa eftir. Hvað sem veldur því, við getum talað um allskonar afsakanir en þú átt bara að mæta til leiks og klára svona leiki með sæmd. Við erum búnir að tala svo mikið um það hversu hár „standardinn“ er orðinn hjá klúbbnum og þetta er ekki leyfilegt. Menn munu fá að finna fyrir því,“ sagði Arnar. Arnar fór því næst að tala um Breiðablik og þeirra tímabil. „Stundum verður maður bara að taka hattinn ofan fyrir andstæðingunum. Þeir eru búnir að vera mjög stöðugir í allt sumar. Við byrjuðum mótið illa og náðum svo hrikalega góðu „rönni“ eftir leik okkar við Blikana í maí. Held við höfum ekki tapað í deild og bikar í einhverjum tuttugu og eitthvað leikjum. Svo er þetta bara einum of mikið, þeir voru bara einum of sterkir í ár. Við þurfum að læra af þessu eins og þeir þurftu að læra af vonbrigðunum í fyrra. Þurfum að mæta sterkir til leiks í vetur og reyna að endurheimta titilinn næst. Þetta eru bara íþróttir. Bæði liðin búin að setja mjög háan „standard“. Þetta er ótrúlegt, við erum búnir að tapa sex leikjum á tveimur árum í deild og bikar. Við höfum ekki verið lélegir en Blikarnir hafa verið virkilega góðir.“, En hver er munurinn á Blikum í ár frá því í fyrra? „Þetta eru bara þroskamerki hjá leikmönnum Blika. Þeir voru frábærir í fyrra, þéttu raðirnar og voru með gríðarlega öflugan varnarleik í ár ásamt því að halda áfram að skora fullt af mörkum. Þeir voru í raun hið fullkomna lið. Fá á sig fá mörk og skora mörg. Við höfum skorað mörg mörk en fengið á okkur virkilega alltof mörg mörk,“ sagði Arnar um Breiðablik að lokum.
Besta deild karla Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Stjarnan Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Víkingur 1-2 | Stjörnumenn sendu titilinn í Kópavog Stjarnan vann 2-1 endurkomusigur á Víking þegar liðin mættust í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Sigurinn þýðir að Breiðablik er Íslandsmeistari þar sem ekkert lið getur náð þeim að stigum þó þrjár umferðir séu enn eftir af Bestu deildinni. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 10. október 2022 21:15 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Víkingur 1-2 | Stjörnumenn sendu titilinn í Kópavog Stjarnan vann 2-1 endurkomusigur á Víking þegar liðin mættust í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Sigurinn þýðir að Breiðablik er Íslandsmeistari þar sem ekkert lið getur náð þeim að stigum þó þrjár umferðir séu enn eftir af Bestu deildinni. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 10. október 2022 21:15