Öruggur sigur Liverpool gegn Rangers

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Trent Alexander-Arnold kom Liverpool á bragðið í kvöld.
Trent Alexander-Arnold kom Liverpool á bragðið í kvöld. Richard Callis/Eurasia Sport Images/Getty Images

Liverpool vann öruggan 2-0 sigur er liðið tók á móti Rangers í A-riðli Meistaraeildar Evrópu í kvöld. Sigurinn þýðir að Liverpool heldur í við topplið Napoli sem valtaði yfir Ajax á sama tíma.

Heimamenn í Liverpool höfðu mikla yfirburði í leik kvöldsins og það var enski bakvörðurinn Trent Alexander-Arnold sem kom liðinu yfir með glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu strax á sjöundu mínútu leiksins.

Þrátt fyrir að vera mun hættulegri aðilinn það sem eftir lifði hálfleiksins tókst Liverpool ekki að bæta við mörkum og staðan því 1-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja.

Heimamenn náðu þó að tvöfalda forystu sína snemma í síðari hálfleik þegar Leon King braut á Luis Diaz innan vítateigs og vítaspyrna dæmd. Mohamed Salah steig á punktinn fyrir Liverpool og skoraði af miklu öryggi, 2-0.

Þetta reyndist seinasta mark leiksins og niðurstaðan varð því 2-0 sigur Liverpool. Liðið situr nú í öðru sæti riðilsins með sex stig ftir þrjá leiki, þremur stigum á eftir toppliði Napoli sem vann afar öruggan 1-6 sigur gegn Ajax á sama tíma. Rangers situr hins vegar í fjórða og neðsta sæti riðilsins án stiga.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira