Verið bikarmeistarar í 1.113 daga samfleytt: „Fer í sögubækurnar ef það tekst“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. september 2022 12:01 Víkingur hefur tvívegis orðið bikarmeistari undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar. vísir/vilhelm Arnar Gunnlaugsson er meðvitaður um að Víkingar geta komist í sögubækurnar með því að vinna FH-inga í úrslitaleik Mjólkurbikars karla á morgun. Víkingur hefur verið bikarmeistari samfleytt frá 14. september 2019. Þá vann liðið einmitt FH, 1-0, í bikarúrslitaleik. Síðan þá eru rúm þrjú ár liðin, eða nákvæmlega 1113 dagar. Víkingar töpuðu reyndar fyrir Stjörnumönnum í sextán liða úrslitum Mjólkurbikarsins 2020 en hann var blásinn af vegna kórónuveirunnar. Bikarinn hélt því kyrru fyrir í Víkinni. Þeir rauðu og svörtu urðu svo bikarmeistarar í fyrra eftir 3-0 sigur á ÍA í úrslitaleik. Ekkert lið hefur orðið bikarmeistari þrisvar sinnum í röð síðan Valur vann bikarkeppnina á árunum 1990-92. Og enginn þjálfari hefur unnið bikarinn oftar en tvisvar sinnum í röð síðan Guðjón Þórðarson stýrði ÍA og KR til sigurs í honum á árunum 1993-96. „Ég hef oft sagt að það er gríðarlega erfitt að vinna titil, hvað þá að verja titil eða vinna hann þrjú ár í röð. Það fer í sögubækurnar ef það tekst og ég held að það sé nógu mikil hvatning fyrir strákana til að gefa allt í leikinn,“ sagði Arnar í samtali við Vísi á blaðamannafundi vegna bikarúrslitaleiksins í gær. Þótt FH hafi gengið illa í sumar og sé í fallsæti í Bestu deildinni segir Arnar að Fimleikafélagið sé hættulegur andstæðingur. „Þetta tryggir okkur líka Evrópusæti og veitir okkur smá hugarró fyrir úrslitakeppnina. Þetta er þvílíkur dagur. Við erum að spila við sögufrægt lið og það hefur ekki gengið nægilega vel hjá þeim í sumar en þetta er allt önnur keppni og þeir með frábæra leikmenn þannig að þetta verður hörkuviðureign,“ sagði Arnar. Klippa: Arnar um möguleikann á að vinna þrisvar í röð Mikið álag hefur verið á Víkingi í sumar og hléið sem var gert á Bestu deildinni vegna landsleikja fyrr í mánuðinum var vel þegið fyrir Íslands- og bikarmeistarana. „Það eru allir klárir nema Davíð [Örn Atlason]. Hann verður ekkert klár fyrr en í nóvember eða desember. Þeir leikmenn sem þurftu virkilega á þessum tveimur vikum eru orðnir sterkari núna þannig hópurinn lítur mjög vel út,“ sagði Arnar. Bikarúrslitaleikur Víkings og FH hefst klukkan 16:00 á morgun og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Mjólkurbikar karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti Fleiri fréttir Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ John Andrews og Björn reknir Óskar láti gagnrýnisraddir úr Vesturbæ sem vind um eyru þjóta Fóru yfir lætin í Kópavogi: „Höskuldur tryllist strax frá byrjun“ Sjá meira
Víkingur hefur verið bikarmeistari samfleytt frá 14. september 2019. Þá vann liðið einmitt FH, 1-0, í bikarúrslitaleik. Síðan þá eru rúm þrjú ár liðin, eða nákvæmlega 1113 dagar. Víkingar töpuðu reyndar fyrir Stjörnumönnum í sextán liða úrslitum Mjólkurbikarsins 2020 en hann var blásinn af vegna kórónuveirunnar. Bikarinn hélt því kyrru fyrir í Víkinni. Þeir rauðu og svörtu urðu svo bikarmeistarar í fyrra eftir 3-0 sigur á ÍA í úrslitaleik. Ekkert lið hefur orðið bikarmeistari þrisvar sinnum í röð síðan Valur vann bikarkeppnina á árunum 1990-92. Og enginn þjálfari hefur unnið bikarinn oftar en tvisvar sinnum í röð síðan Guðjón Þórðarson stýrði ÍA og KR til sigurs í honum á árunum 1993-96. „Ég hef oft sagt að það er gríðarlega erfitt að vinna titil, hvað þá að verja titil eða vinna hann þrjú ár í röð. Það fer í sögubækurnar ef það tekst og ég held að það sé nógu mikil hvatning fyrir strákana til að gefa allt í leikinn,“ sagði Arnar í samtali við Vísi á blaðamannafundi vegna bikarúrslitaleiksins í gær. Þótt FH hafi gengið illa í sumar og sé í fallsæti í Bestu deildinni segir Arnar að Fimleikafélagið sé hættulegur andstæðingur. „Þetta tryggir okkur líka Evrópusæti og veitir okkur smá hugarró fyrir úrslitakeppnina. Þetta er þvílíkur dagur. Við erum að spila við sögufrægt lið og það hefur ekki gengið nægilega vel hjá þeim í sumar en þetta er allt önnur keppni og þeir með frábæra leikmenn þannig að þetta verður hörkuviðureign,“ sagði Arnar. Klippa: Arnar um möguleikann á að vinna þrisvar í röð Mikið álag hefur verið á Víkingi í sumar og hléið sem var gert á Bestu deildinni vegna landsleikja fyrr í mánuðinum var vel þegið fyrir Íslands- og bikarmeistarana. „Það eru allir klárir nema Davíð [Örn Atlason]. Hann verður ekkert klár fyrr en í nóvember eða desember. Þeir leikmenn sem þurftu virkilega á þessum tveimur vikum eru orðnir sterkari núna þannig hópurinn lítur mjög vel út,“ sagði Arnar. Bikarúrslitaleikur Víkings og FH hefst klukkan 16:00 á morgun og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Mjólkurbikar karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti Fleiri fréttir Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ John Andrews og Björn reknir Óskar láti gagnrýnisraddir úr Vesturbæ sem vind um eyru þjóta Fóru yfir lætin í Kópavogi: „Höskuldur tryllist strax frá byrjun“ Sjá meira