Stelpurnar hófu leik í dag á trampólíni og fékk liðið alls 15,750 stig sem var næsthæsta einkunn allra á trampólíni. Eftir það var haldið á dýnu þar sem Ísland fékk 15,850 stig sem var bæting frá því í undanúrslitum.
Á endanum var keppt á gólfi og þar fékk Ísland fékk 18,950 sem var örlítið minna en stúlkurnar fengu í undanúrslitum. Alls fékk Ísland 50,550 stig sem þýddi að bronsið var Íslendinga.
Íslenska stúlknalandsliðið var þarna að enda á verðlaunapalli á öðru Evrópumóti sínu í röð en íslensku stúlkurnar enduðu í öðru sæti á EM sem fram fór í Portúgal á síðasta ári. Danmörk stóð uppi sem Evrópumeistari á meðan Svíþjóð endaði í öðru sæti.
Táningarnir frá Íslandi enduðu í fimmta sæti
Blandað unglingalið Íslands endaði í fimmta sæti en úrslitin fóru einnig fram þar í dag. Ísland endaði með 48,000 stig samtals.