Fótbolti

Hópurinn sem á að koma U21 árs landsliðinu á EM: Kristall klár í slaginn

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Kristall Máni Ingason er klár í slaginn.
Kristall Máni Ingason er klár í slaginn. Vísir/Hulda Margrét

Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 árs landsliðs Íslands, hefur valið 22 leikmenn sem munu taka þátt í mikilvægu leikjum liðsins í umspili fyrir EM 2023 síðar í mánuðinum.

Leikið er heima og heiman gegn Tékkum og sigurvegarinn í einvíginu tryggir sér farseðilinn á lokamót EM sem fram fer næsta sumar.

Fyrri leikurinn verður leikinn á Víkingsvelli þann 23. september og sá síðari úti í Tékklandi fjórum dögum síðar.

Kristall Máni Ingason er meðal leikmanna í hópnum, en hann meiddist illa á öxl á dögunum. Hann er þó greinilega klár í slaginn og verður með hópnum í komandi verkefni.  Þá koma þeir Valgeir Lunddal Friðriksson og Logi Tómasson einnig inn í hópinn.

Hópurinn

Markverðir

Hákon Rafn Valdimarsson - IF Elfsborg

Adam Ingi Benediktsson - FC Trollhättan

Aðrir leikmenn

Brynjólfur Andersen Willumsson - Kristansund BK

Kolbeinn Þórðarson - Lommel SK

Ísak Óli Ólafsson - Esbjerg fB

Bjarki Steinn Bjarkason - Venezia FC

Ágúst Eðvald Hlynsson - Valur

Sævar Atli Magnússon - Lyngby BK

Finnur Tómas Pálmason - KR

Kristall Máni Ingason - Rosenborg BK

Valgeir Lunddal Friðriksson - BK Häcken

Viktor Örlygur Andrason - Víkingur R.

Kristian Nökkvi Hlynsson - Ajax

Róbert Orri Þorkelsson - CF Montreal

Atli Barkarson - SönderhyskE

Andri Fannar Baldursson - NEC Nijmegen

Dagur Dan Þórhallsson - Breiðablik

Orri Steinn Óskarsson - FC Köbenhavn

Ísak Snær Þorvaldsson - Breiðablik

Óli Valur Ómarsson - IK Sirius

Logi Tómasson - Víkingur R.

Þorleifur Úlfarsson - Houston Dynamo




Fleiri fréttir

Sjá meira


×