Sport

Dag­skráin í dag: Spennandi leikur í Mos­fells­bæ, Ís­lendinga­lið Kristian­stad og Lecce á­samt golfi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Þórir Jóhann Helgason og félagar eru í beinni.
Þórir Jóhann Helgason og félagar eru í beinni. Franco Romano/Getty Images

Það er nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport þennan föstudaginn. Alls eru sjö beinar útsendingar á döfinni.

Stöð 2 Sport

Klukkan 19.30 er leikur Aftureldingar og FH í Olís deild karla á dagskrá. Eftir leik, klukkan 21.10, er Seinni bylgjan á dagskrá en þar verður farið yfir síðustu leiki í Olís deildinni.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 15.55 er leikur Íslendingaliðs Kristianstad og Hammarby í sænsku úrvalsdeild kvenna í fótbolta á dagskrá. Klukkan 18.35 er svo leikur Salernitana og Lecce í Serie A, ítölsku úrvalsdeild karla í fótbolta á dagskrá.

Stöð 2 Sport 5

Klukkan 11.30 hefst útsending frá Opna ítalska golfmótinu en það er hluti af DP World-mótaröðinni. Klukkan 19.00 er Portland Classic-mótið á dagskrá en það er hluti af LPGA-mótaröðinni. Klukkan 22.00 er Forinet Championship-mótið í golfi á dagskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×