Þetta er gert að undirlagi ríkisins en í pistli í Morgunblaðinu segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla, iðnaðar og nýsköpunarráðherra, að hún hafi átt í viðræðum við rektora allra háskóla landsins og undirtektirnar hafi verið góðar.
Ráðherrann segir að þessi breyting muni gera fólki kleift að fá betri mynd af námsframboði í landinu, hvaða kröfur það verður að uppfylla og hvernig skipulagi námsins sé hátta. Þá verður í gáttinni samtenging við Menntasjóð og ýmsar fleiri upplýsingar.
Í pistlinum segir Áslaug Arna að um sé að ræða fyrsta skrefið í átt að breyttu fjármögnunarlíkani háskóla á Íslandi en það er ekki útskýrt nánar.