Kærir Kyrgios fyrir meiðyrði: „Lítur út fyrir að vera búin með 700 drykki“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 24. ágúst 2022 07:01 Nick Kyrgios hefur ekki verið þekktur fyrir að halda aftur að orðum sínum en nú gæti kjafturinn á honum verið búinn að koma honum í klandur. Simon Bruty/Anychance/Getty Images Ástralski tenniskappinn Nick Kyrgios hefur verið ákærður fyrir meiðyrði eftir að hann bað dómara í leik hans gegn Novak Djokovic í úrslitum Wimbeldon mótsins að láta fjarlægja konu úr áhorfendastúkunni. Kyrgios var orðinn þreyttur á sífellum hrópum í konunni og bað dómarann að láta fjarlægja „þessa sem lítur út fyrir að vera búin með 700 drykki.“ Anna Palus sat framarlega í áhorfendastúkunni þegar úrslitaleikur Wimbeldon mótsins milli Kyrgios og Djokovic fór fram. Það var hún sem Kyrgios átti við þegar hann bað dómarann um að láta fjarlægja áhorfendann sem væri „búinn að drekka frá sér allt vit“ og „liti út fyrir að vera búinn með 700 drykki. Palus hefur nú ákveðið að kæra Kyrgios fyrir meiðyrði og ásakar tenniskappann um „kærulausar og algjörlega tilhæfislausar ásakanir.“ „Það er ekki bara það að þetta hafi valdið mér ákveðnum skaða þennan dag þar sem mér var tímabundið vísað út af leikvanginum, heldur voru fölskum ásökunum Hr. Kyrgios miðlað til milljóna áhorfenda um allan heim. Af þessu hef ég, og fjölskylda mín, hlotið umtalsverðan skaða og þjáningu,“ sagði í yfirlýsingu frá Palus. A spectator who was accused of having "about 700 drinks" by Nick Kyrgios during this year's Wimbledon final has sued the Australian tennis star for defamation. pic.twitter.com/nmV6jbk4vI— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 23, 2022 Ástæða þess að Kyrgios bað um að Palus yrði látin yfirgefa völlinn var sú að honum þótti hún trufla sig í hans stærsta leik á ferlinum. Kyrgios taldi að Palus væri búin að drekka of mikið og bað dómara leiksins um að láta fjarlægja hana. „Hún er að trufla mig þegar ég er að gefa upp í úrslitaleik Wimbeldon mótsins,“ sagði Kyrgios á meðan leik stóð. „Hún er búin að drekka frá sér allt vit þarna í fremstu röð og er að reyna að spjalla við mig í miðjum leik. Hentu henni út.“ „Ég veit hver þeirra það er. Það er þessi sem lítur út fyrir að vera búin með 700 drykki,“ sagði Kyrgios pirraður áður en Palus var að lokum hent út. Tennis Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira
Anna Palus sat framarlega í áhorfendastúkunni þegar úrslitaleikur Wimbeldon mótsins milli Kyrgios og Djokovic fór fram. Það var hún sem Kyrgios átti við þegar hann bað dómarann um að láta fjarlægja áhorfendann sem væri „búinn að drekka frá sér allt vit“ og „liti út fyrir að vera búinn með 700 drykki. Palus hefur nú ákveðið að kæra Kyrgios fyrir meiðyrði og ásakar tenniskappann um „kærulausar og algjörlega tilhæfislausar ásakanir.“ „Það er ekki bara það að þetta hafi valdið mér ákveðnum skaða þennan dag þar sem mér var tímabundið vísað út af leikvanginum, heldur voru fölskum ásökunum Hr. Kyrgios miðlað til milljóna áhorfenda um allan heim. Af þessu hef ég, og fjölskylda mín, hlotið umtalsverðan skaða og þjáningu,“ sagði í yfirlýsingu frá Palus. A spectator who was accused of having "about 700 drinks" by Nick Kyrgios during this year's Wimbledon final has sued the Australian tennis star for defamation. pic.twitter.com/nmV6jbk4vI— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 23, 2022 Ástæða þess að Kyrgios bað um að Palus yrði látin yfirgefa völlinn var sú að honum þótti hún trufla sig í hans stærsta leik á ferlinum. Kyrgios taldi að Palus væri búin að drekka of mikið og bað dómara leiksins um að láta fjarlægja hana. „Hún er að trufla mig þegar ég er að gefa upp í úrslitaleik Wimbeldon mótsins,“ sagði Kyrgios á meðan leik stóð. „Hún er búin að drekka frá sér allt vit þarna í fremstu röð og er að reyna að spjalla við mig í miðjum leik. Hentu henni út.“ „Ég veit hver þeirra það er. Það er þessi sem lítur út fyrir að vera búin með 700 drykki,“ sagði Kyrgios pirraður áður en Palus var að lokum hent út.
Tennis Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira