Erlent

Indónesar staðfesta að hafa boðið bæði Pútín og Xi á fund G20

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Báðir leiðtogar eru sagðir munu sækja ráðstefnuna.
Báðir leiðtogar eru sagðir munu sækja ráðstefnuna.

Ráðgjafi forseta Indónesíu segir Xi Jinping, forseta Kína, og Vladimir Pútín Rússlandsforseta munu sækja ráðstefnu G20 ríkjanna á Bali í nóvember.

Forsetinn, Joko Widodo, hefur sætt nokkrum þrýstingi um að bjóða ekki Pútín á fundinn.

Hvorki Pútín né Xi hefur gefið það endanlega út hvort hann hyggst mæta en heimildarmenn herma að báðir hyggist sækja ráðstefnuna.

Fróðir menn gera ráð fyrir að áður en kemur að G20 ráðstefnunni þá muni Xi hafa tryggt sér fordæmalaust þriðja kjörtímabil. Ef fer sem horfir verður þetta fyrsta ferð Xi utan landsteinana í nær tvö ár.

Joe Biden Bandaríkjaforseti mun einnig sækja fundinn í nóvember og þá er verið að skipuleggja fund hans og Xi í suðaustur Asíu í sama mánuði.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.