Innlent

Fjór­tán sóttu um stöðu for­­stjóra Mennta­­mála­­stofnunar

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Thelma Clausen Þórðardóttir hefur gengt stöðu forstjóra frá því að Arnór Guðmundsson lét af störfum. Myndin er samsett.
Thelma Clausen Þórðardóttir hefur gengt stöðu forstjóra frá því að Arnór Guðmundsson lét af störfum. Myndin er samsett. MMS.is

Fjórtán einstaklingar sóttu um embætti forstjóra Menntamálastofnunar til Mennta- og barnamálaráðuneytisins. Meðal umsækjenda er Thelma Clausen Þórðardóttir, settur forstjóri Menntamálastofnunar.

Arnór Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Menntamálastofnunar (MMS) lét af störfum þann 1. mars síðastliðinn. Nokkur ólga hafði ríkt innan stofnunarinnar en starfsmenn hennar sendu ályktun til ráðuneytisins í nóvember 2021 þar sem afsagnar Arnórs var krafist. Einnig féll stofnunin á áhættumati sem framkvæmt var að beiðni menntamálaráðuneytisins í fyrra.

Thelma Clausen Þórðardóttir, lögfræðingur hefur gengt forstjórastöðunni síðan Arnór lét af störfum.

Umsóknarfrestur um stöðu forstjóra MMS var til og með 8. ágúst síðastliðnum og er skipað í embættið til fimm ára í senn.

Umsækjendur eru eftirfarandi:

 • Andrea Anna Guðjónsdóttir, sviðs- og fræðslustjóri
 • Aron Daði Þórisson, stuðningsfulltrúi
 • Ágústa Elín Ingþórsdóttir, sjálfstætt starfandi
 • Elva Hrund Þórisdóttir, forstöðumaður
 • Hólmfríður Árnadóttir, verkefnisstjóri
 • Ingileif Ástvaldsdóttir, aðjúnkt og sérfræðingur
 • Jeannette Jeffrey, kennari
 • Karl Óttar Pétursson, lögmaður
 • Kolbrún Kolbeinsdóttir, kennari
 • Sigurður Erlingsson, sparisjóðsstjóri
 • Sigurgrímur Skúlason, sérfræðingur
 • Sveinn Óskar Sigurðsson, framkvæmdastjóri og ráðgjafi
 • Thelma Clausen Þórðardóttir, settur forstjóri
 • Þórdís Jóna Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.