Sport

Breska vonarstjarnan fór létt með Serenu Williams

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Emma Raducanu þakkar áhorfendum fyrir stuðninginn eftir sigurinn á Serenu Williams í nótt.
Emma Raducanu þakkar áhorfendum fyrir stuðninginn eftir sigurinn á Serenu Williams í nótt. Getty/Robert Prange

Emma Raducanu átti ekki í miklum vandræðum með Serenu Williams þegar þær mættust á Western and Southern Open tennismótinu í Cincinnati í nótt.

Serena Willams er að kveðja tennisíþróttina þessa dagana en hún tilkynnti á dögunum að keppnisskórnir færu upp á hillu í haust.

Þær mættust þarna í fyrstu umferð mótsins og Serena var ekki mikil fyrirstaða í þessum leik sem Emma vann 6-4 og 6-0.

Emma er aðeins nítján ára gömul og skaust upp á stjörnuhiminn þegar hún vann Opna bandaríska mótið árið 2021.

Serena er meira en tuttugu árum eldri því hún heldur upp á 41 árs afmælið sitt í september. Hún hefur unnið 23 risatitla og alls verið í efsta sæti heimslistans í 319 vikur á ferlinum.

Hún ætlað að spila sinn síðasta tennisleik á Opna bandaríska meistaramótinu sem hefst 29. ágúst næstkomandi en eftir töp í fyrstu umferð á síðustu tveimur mótum verður það væntanlega líka stutt gaman hjá Williams.

Raducanu mætir Victoria Azarenka í næstu umferð.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.