Erlent

Versti vinnudagur í lífi bílstjórans

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Vörubílstjórinn þurfti að bíða rólegur eftir aðstoð í um klukkutíma.
Vörubílstjórinn þurfti að bíða rólegur eftir aðstoð í um klukkutíma. EPA-EFE/STIAN LYSBERG SOLUM

Norski Terje Brenden hélt að líf sitt væri á enda þegar brú í bænum Tretten, hrundi í morgun. Brenden ók vörubíl sínum yfir brúna í þann mund sem hún hrundi. Hann segir þetta hafa verið versta vinnudag sem hann hafi upplifað.

Fólksbíll og vörubíll höfnuðu að hluta í ánni Gudbrandsdalslågen, rétt norður af norska bænum Lillehammer, þegar brúin hrundi. Brenden og ökumanni hins bílsins ásamt farþegum var bjargað af brúnni.

Í frétt á vef Landssamtaka vörubílaeigenda í Noregi er haft eftir Brenden að hann hafi óttast um líf sitt.

„Ég var á miðri brúnni þegar ég fann eitthvað á bílnum, eins og það hafi sprungið dekk. Þá fór malbikið að sveiflast upp og niður fyrir framan mig, svipað og í jarðskálfta,“ sagði Brenden.

Sjá má á myndum frá vettvangi að vörubíllinn hékk á veginum en eftirvagn bílsins lenti í ánni.

„Ég var viss um að þetta væri búið. Ég var mjög glaður að sjá björgunarliðið mæta á svæðið,“ sagði Brenden. Um klukkutími leið frá því að brúin hrundi frá því að hann var hífður upp í þyrlu.

„Þetta var lán í ólani. Hvað ef ég hefði verið nokkrum sekúndum síðar á ferðinni?“ spurði Brenden sem sagði þetta hafa verið versta vinnudag lífs síns.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×