Sport

Jake Paul lætur ná­nösina Dana White fá það ó­þvegið

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jake Paul er duglegur að láta í sér heyra á samfélagsmiðlum.
Jake Paul er duglegur að láta í sér heyra á samfélagsmiðlum. EPA-EFE/JASON SZENES

Samfélagsmiðlastjarnan og hnefaleikakappinn Jake Paul er ekki beint aðdáandi Dana White, forseta UFC.

Hinn 25 ára Jake Paul hefur alls keppt fimm sinnum í hnefaleikum eftir að hafa orðið frægur þökk sé samfélagsmiðlum. Hefur hann keppt við aðra samfélagsmiðlakappa en einnig menn á borð við Ben Askren og Tyron Woodley.

Þeir síðarnefndu eiga feril í MMA og UFC en það dugði ekki til þegar Paul mætti í hringinn. Samfélagsmiðlastjarnan hefur nú ákveðið að láta Dana White, forseta UFC, heyra það þar sem hann telur White vera alltof nískan.

„Engin íþróttasamtök borga íþróttamönnum sínum jafn illa og Dana White og UFC gera. Ef þú sérð það ekki þá ertu hluti af sauðfénu hans Dana.“

„Þeir tala endalaust um að það sé uppselt á 21 viðburði í röð en þeir tala aldrei um að hækka laun íþróttamannanna, gefa þeim betri heilbrigðisþjónustu eða hlut af tekjunum,“ bætti Paul við.

Paul og White hafa átt í orðaskiptum undanfarið þar sem báðir hafa kallað hvorn annan öllum illum nöfnum. Hver veit nema þeir mætist í hringnum frekar en á samfélagsmiðlum áður en langt um líður.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.