Gömul NBA stjarna ætlar að slást við gamla NFL stjörnu í hringnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2021 15:00 Deron Williams og Frank Gore frá þeim dögum sem þeir spiluðu í NBA og NFL. Samsett/Getty Þeir eru kannski hættir að spila í NBA og NFL en voru aftur á móti tilbúnir að prufa hvernig þeir koma út í nýrri íþrótt. Showtime ætlar nefnilega ekki bara að bjóða upp á bardaga Jake Paul og Tommy Fury í næsta mánuði heldur var annar athyglisverður bardagi kynntur í gær. Deron Williams, fyrrum leikstjórnandi í NBA-deildinni til margra ára, og NFL-hlauparinn Frank Gore munu líka mætast þá í hnefaleikahringnum. Bardagakvöldið verður 18. desember næstkomandi í Amalie Arena í Tampa. ESPN Sources: Three-time NBA All-Star Deron Williams is fighting longtime NFL running back Frank Gore in a four-round heavyweight bout on Showtime s PPV undercard of Jake Paul vs. Tommy Fury on Dec. 18 at Amalie Arena in Tampa.— Adrian Wojnarowski (@wojespn) November 9, 2021 Hinn 37 ára gamli Deron Williams hefur lengi haft áhuga á öllum bardagaíþróttum og hefur æft blandaðar bardagaíþróttir í langan tíma. Hann er meðeigandi í MMA líkamsræktarsal í Dallas og þar mun hann æfa sig fyrir bardagann. Williams var þrisvar sinnum valinn í Stjörnuleikinn en hann var þá leikmaður Utah Jazz og Brooklyn Nets. Hann vann líka Ólympíugull með bandaríska landsliðinu bæði 2008 og 2012. Williams lék alls 845 leiki í NBA-deildinni og var í þeim með 16,3 stig og 8,1 stoðsendingu að meðaltali í leik. Hinn 38 ára gamli Frank Gore komst á sínum tíma í fimm Pro Bowl leiki og er í þriðja sæti í sögu NFL yfir flesta hlaupajarda. Hann fór alls sextán þúsund jarda með boltann í höndunum. Gore lék í sextán tímabil í NFL-deildinni, lengst af með San Francisco 49ers en síðast með New York Jets 2020 tímabilið. „Ég er mjög spenntur fyrir þessum bardaga og get ekki beðið eftir því að sýna fólki hvað ég hef verið að vinna í. Hnefaleikar æsa mig upp og búist við flugeldum 18. desember,“ sagði Frank Gore. NFL NBA Box Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjá meira
Showtime ætlar nefnilega ekki bara að bjóða upp á bardaga Jake Paul og Tommy Fury í næsta mánuði heldur var annar athyglisverður bardagi kynntur í gær. Deron Williams, fyrrum leikstjórnandi í NBA-deildinni til margra ára, og NFL-hlauparinn Frank Gore munu líka mætast þá í hnefaleikahringnum. Bardagakvöldið verður 18. desember næstkomandi í Amalie Arena í Tampa. ESPN Sources: Three-time NBA All-Star Deron Williams is fighting longtime NFL running back Frank Gore in a four-round heavyweight bout on Showtime s PPV undercard of Jake Paul vs. Tommy Fury on Dec. 18 at Amalie Arena in Tampa.— Adrian Wojnarowski (@wojespn) November 9, 2021 Hinn 37 ára gamli Deron Williams hefur lengi haft áhuga á öllum bardagaíþróttum og hefur æft blandaðar bardagaíþróttir í langan tíma. Hann er meðeigandi í MMA líkamsræktarsal í Dallas og þar mun hann æfa sig fyrir bardagann. Williams var þrisvar sinnum valinn í Stjörnuleikinn en hann var þá leikmaður Utah Jazz og Brooklyn Nets. Hann vann líka Ólympíugull með bandaríska landsliðinu bæði 2008 og 2012. Williams lék alls 845 leiki í NBA-deildinni og var í þeim með 16,3 stig og 8,1 stoðsendingu að meðaltali í leik. Hinn 38 ára gamli Frank Gore komst á sínum tíma í fimm Pro Bowl leiki og er í þriðja sæti í sögu NFL yfir flesta hlaupajarda. Hann fór alls sextán þúsund jarda með boltann í höndunum. Gore lék í sextán tímabil í NFL-deildinni, lengst af með San Francisco 49ers en síðast með New York Jets 2020 tímabilið. „Ég er mjög spenntur fyrir þessum bardaga og get ekki beðið eftir því að sýna fólki hvað ég hef verið að vinna í. Hnefaleikar æsa mig upp og búist við flugeldum 18. desember,“ sagði Frank Gore.
NFL NBA Box Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjá meira