Fótbolti

Real Madrid snéri taflinu sér í vil í seinni hálfleik

Hjörvar Ólafsson skrifar
David Alaba og Toni Kroos kampakátir. 
David Alaba og Toni Kroos kampakátir.  Vísir/Getty

Ríkjandi Spánarmeistarar, Real Madrid, höfðu betur, 2-1, þegar liðið mætti Almeria á útivelli í fyrstu umferð spænsku efstu deildarinnar í fótbolta karla í kvöld. 

Titilvörn Real Madrid fór raunar ekki vel af stað en Largie Ramazani náði forystunni fyrir Almeria í upphafi leiksins. 

Mörk Real Madrid sem snéru tapi yfir í sigur komu úr óvæntri átt en það voru bakvörðurinn Lucas Vazquez og varnarmaðurinn David Alaba sem skoruðu fyrir Madrídinga. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.