Fótbolti

Brynjar Björn forðast fallsvæðið

Atli Arason skrifar
Brynjar Björn Gunnarsson er laus við fallsæti, a.m.k. í bili.
Brynjar Björn Gunnarsson er laus við fallsæti, a.m.k. í bili. Vilhelm Gunnarsson

Brynjar Björn Gunnarsson, knattspyrnustjóri Örgryte, stýrði liði sínu til mikilvægs 1-2 útisigurs í fallbaráttuslag gegn Dalkurd í næst efstu deild í Svíþjóð í dag.

Sigurinn er sérstaklega mikilvægur fyrir Örgryte því með stigunum þremur fer liðið upp úr 15. og næst neðsta sæti deildarinnar og upp í 11 sætið. Örgryte er nú með 20 stig en Dalkurd fellur þess í stað niður í næst neðsta sætið. Örgryte er nú einu stigi fyrir ofan fallsvæðið þegar 11 umferðir eru eftir af deildinni.

Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir Brynjar Björn og lærisveina hans en strax á 15. mínútu kom Suleman Zurmati Dalkurd yfir í leiknum. Tvö mörk í upphafi síðari hálfleiks frá Isak Dahlqvist og Viktor Lundberg sáu þó til þess að Örgryte sneri leiknum sér í vil.

Næsti leikur Örgryte er þriðjudaginn 23. ágúst gegn Norrby en Norrby er einu stigi á eftir Örgryte og því stefnir í annan mikilvægan leik í röð hjá Brynjari Birni og félögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×