Fótbolti

Barcelona hefur ekki náð að nurla saman nægum pening

Hjörvar Ólafsson skrifar
Barcelona er að reyna að selja Frenkie De Jong til þess að grynnka skuldir sínar. 
Barcelona er að reyna að selja Frenkie De Jong til þess að grynnka skuldir sínar.  Vísir/Getty

Forráðamenn Barcelona hafa ekki náð að lappa nógu mikið upp á bókhald sitt til þess að geta skráð þá leikmenn sem félagið hefur keypt í sumar í leikmannahóp sinn fyrir komandi keppnistímabil.

Fulltrúar í eftirlitsnefnd um fjármál félaganna í spænsku efstu deildinni í fótbolta karla telja að sala Barcelona á fjórðungshlut í framtíðar sjónvarpstekjum sínum dugi ekki til þess að geta skráð nýja leikmenn í hóp sinn.  

Barcelona freistaði þess að blása upp verðmæti á þessum eignarhlut sínum með því að nota eigin fjármuni til þess að hækka verðið á sölunni á framtíðar sjónvarpstekjunum. Félagið hafði reiknað með 667 milljónum evra í bækur sínar vegna framangreindrar sölu. Fjárfestingafélagið Sixth Street ætlaði að kaupa þennan pakka á 517 milljónir evra en 150 milljónir af þeirri upphæð kom frá félaginu sjálfu. 

Eftirlitsnefndin taldi þetta verið löglegan gjörning ekki duga til þess að Barcelona standist skilyrði reglna spænsku efstu deildarinnar um fjárhagslega háttvísi. 

Næsta útspil Barcelona er að selja fjórðungshlut í framleiðslufyrirtækinu Barça Studios en félagið áætlar að fá um það bil 100 milljónir evra fyrir þann hlut. Barcelona hafði nú þegar tilkynnt um sölu á tæpælega 25 prósent hlut í því fyrirtæki.   

Vonast Katalóníufélagið að það dugi til þess að mega skrá Robert Lewandowski, Raphinha, Andreas Christensen, Jules Koundé og Franck Kessie í hóp sinn í tæka tíð fyrir fyrsta deilarleik sinn á komandi keppnistímabili sem er gegn Rayo Vallecano á laugardagskvöldið kemur.

Sala Barcelona á framtíðar sjónvarpstekjum sínum sem og í hlut sínum í Barca Studios, samstarfssamningur við Spotify, sölur á leikmönnum og aukið tekjustreymi hefur að sögn Joan Laporta, forseta Barcelona, skilað félaginu 850 milljónum evra. Það dugði ekki til að fá leyfi eftirlitsefndarinnar til þess að bæta við leikmönnum á launaskrá sína. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.