Vill gera rekstur Samtakanna '78 fyrirsjáanlegri Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. ágúst 2022 07:01 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/vilhelm Forsætisráðherra hyggst beita sér fyrir því að stærri hluti framlaga ríkisins til Samtakanna '78 verði gerður varanlegur - til þess að tryggja fyrirsjáanleika í rekstrinum. Vinna þurfi gegn mismunun með aukinni fræðslu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í fyrradag var rætt við framkvæmdastjóra Samtakanna '78 og fjárframlög ríkisins til samtakanna borin saman við nágrannalönd Íslands. Samtökin fá 15 milljónir á ári í svokölluð varanleg framlög, nokkuð minna en sambærileg samtök á Norðurlöndunum. Forsætisráðherra segir heildarframlög til samtakanna þó töluvert hærri. „Frá því að ég tók við hér í forsætisráðuneytinu hafa þessi framlög aukist jafnt og þétt. Þau voru ekki nema ríflega sex milljónir þegar núverandi ríkisstjórn tók við 2017. tóðu í fyrra í ríflega 40 milljónum, að vísu er bara hluti af þeim framlögum svokölluð varanleg framlög, og það eru þessar 15 milljónir sem rætt var um í fréttum í gær,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Þannig hafi Alþingi veitt 24 milljónum til samtakanna á síðasta ári. Í samtali við fréttastofu sagði Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri samtakanna, að ákallið um meira fjármagn væri til komið svo samtökin gætu þróað rekstur sinn áfram og útvegað þjónustu sem hvergi annars staðar væri að fá. Katrín segir skiljanlegt að Samtökin vilji hafa aukinn fyrirsjáanleika í sínum fjármálum. „Og það sem ég hyggst núna beita mér fyrir, og hef verið að beita mér fyrir, er að stærri hluti þessara framlaga verði gerður varanlegur.“ Mikilvægt sé að Samtökin '78 standi styrkum fótum, sér í lagi vegna þess bakslags sem orðið hefur í viðhorfi samfélagsins til hinsegin fólks. Mikil framþróun hafi orðið í löggjöf þar að lútandi, en vígðstöðvarnar séu fleiri. „Því við sjáum það að mismununin, hún finnur sér oft leiðir þrátt fyrir að löggjöfin hafi tekið miklum jákvæðum breytingum. Þannig að nú finnst mér verkefnið dálítið snúast um það hvernig við getum breytt menningunni og viðhorfunum. Þar er fræðsla auðvitað eitt af lykilatriðunum.“ Hinsegin Mannréttindi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagasamtök Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í fyrradag var rætt við framkvæmdastjóra Samtakanna '78 og fjárframlög ríkisins til samtakanna borin saman við nágrannalönd Íslands. Samtökin fá 15 milljónir á ári í svokölluð varanleg framlög, nokkuð minna en sambærileg samtök á Norðurlöndunum. Forsætisráðherra segir heildarframlög til samtakanna þó töluvert hærri. „Frá því að ég tók við hér í forsætisráðuneytinu hafa þessi framlög aukist jafnt og þétt. Þau voru ekki nema ríflega sex milljónir þegar núverandi ríkisstjórn tók við 2017. tóðu í fyrra í ríflega 40 milljónum, að vísu er bara hluti af þeim framlögum svokölluð varanleg framlög, og það eru þessar 15 milljónir sem rætt var um í fréttum í gær,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Þannig hafi Alþingi veitt 24 milljónum til samtakanna á síðasta ári. Í samtali við fréttastofu sagði Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri samtakanna, að ákallið um meira fjármagn væri til komið svo samtökin gætu þróað rekstur sinn áfram og útvegað þjónustu sem hvergi annars staðar væri að fá. Katrín segir skiljanlegt að Samtökin vilji hafa aukinn fyrirsjáanleika í sínum fjármálum. „Og það sem ég hyggst núna beita mér fyrir, og hef verið að beita mér fyrir, er að stærri hluti þessara framlaga verði gerður varanlegur.“ Mikilvægt sé að Samtökin '78 standi styrkum fótum, sér í lagi vegna þess bakslags sem orðið hefur í viðhorfi samfélagsins til hinsegin fólks. Mikil framþróun hafi orðið í löggjöf þar að lútandi, en vígðstöðvarnar séu fleiri. „Því við sjáum það að mismununin, hún finnur sér oft leiðir þrátt fyrir að löggjöfin hafi tekið miklum jákvæðum breytingum. Þannig að nú finnst mér verkefnið dálítið snúast um það hvernig við getum breytt menningunni og viðhorfunum. Þar er fræðsla auðvitað eitt af lykilatriðunum.“
Hinsegin Mannréttindi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagasamtök Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira