Fótbolti

Selma Sól á skotskónum í sigri Rosenborgar

Valur Páll Eiríksson skrifar
Selma Sól Magnúsdóttir.
Selma Sól Magnúsdóttir. Vísir/Getty

Selma Sól Magnúsdóttir skoraði eitt marka Rosenborgar í 5-0 sigri liðsins á botnliða Röa í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Ingibjörg Sigurðardóttir spilaði ekki fyrir Vålerenga.

Selma Sól var í byrjunarliði Rosenborgar sem vann öruggan 5-0 sigur á Röa í dag en síðarnefnda liðið  hefur aðeins hlotið tvö stig úr 15 leikjum í deildinni. Rosenborg komst 2-0 yfir eftir aðeins ellefu mínútna leik en Selma Sól batt endahnútinn á stórsigurinn með fimmta marki liðsins á 75. mínútu leiksins.

Rosenborg er eftir sigurinn með 38 stig í öðru sæti deildarinnar, tveimur á eftir toppliði Brann, sem á þó leik inni.

Í þriðja sæti er Vålerenga, lið Ingibjargar Sigurðardóttur, sem gerði 1-1 jafntefli við Lilleström á heimavelli. Ingibjörg kom ekki við sögu í leiknum.

Vålerenga er með 33 stig í 3. sæti en á þó leik til góða á Rosenborg sem er þar fyrir ofan.

Lilleström er með 19 stig í sjöunda sæti.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.