Sport

Dagskráin í dag: Golf og fótbolti

Valur Páll Eiríksson skrifar
Elísabet og hennar konur mæta til leiks á Stöð 2 Sport 2 í dag.
Elísabet og hennar konur mæta til leiks á Stöð 2 Sport 2 í dag. Twitter@@_OBOSDamallsv

Fjórar beinar útsendingar eru á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Golf og fótbolti taka sviðið.

Fyrsta útsending er strax klukkan 9:30 þegar þriðji hringurinn á Cazoo Open-golfmótinu fer af stað en bein útsending er á Stöð 2 Sport 4.

Opna breska mótið í kvennaflokki er þá einnig á dagskrá en þar er staðan jöfn á toppnum. In-gee Chun frá Suður-Kóreu leiðir á átta undir pari en Madelene Sagström frá Svíþjóð og Ashleigh Buhai frá Suður-Afríku eru aðeins höggi á eftir.

Bein útsending frá Women's Open hefst á Stöð 2 Golf klukkan 12:00 á Stöð 2 Golf.

Þá er Wyndham meistaramótið á PGA-mótaröðinni einnig á dagskrá en bein útsending frá því hefst klukkan 17:00 á Stöð 2 Sport 4.

Einnig er einn fótboltaleikur á dagskrá. Íslendingalið Kristianstad, sem stýrt er af Elísabetu Gunnarsdóttir, heimsækir Kalmar í sænsku úrvalsdeildinni. Bein útsending hefst klukkan 12:55 á Stöð 2 Sport 2.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.