Sport

Dagskráin: Besta-deildin fer aftur af stað eftir EM

Atli Arason skrifar
Bæði Valur og Breiðablik spila í Bestu-deildinni í kvöld.
Bæði Valur og Breiðablik spila í Bestu-deildinni í kvöld. VÍSIR/DANÍEL

Það eru sex beinar útsendingar á sport rásum Stöðvar 2 í dag. Besta-deild kvenna fer aftur af stað, karlalið Blika fer til Svartfjallalands og þrjár mótaraðir í golfi.

Stöð 2 Sport

Breiðablik er í heimsókn hjá blóðheitum leikmönnum Buducnost í Svartfjallalandi þar sem leikið verður seinni viðureign liðanna í forkeppni sambandsdeildar Evrópu. Blikar leiða einvígið 2-0 en leikurinn í kvöld hefst klukkan 18.15.

Stöð 2 Sport 4

Hero Open á DP World Tour í golfi er á dagskrá klukkan 11.30.

Besta-deildin fer aftur af stað eftir EM í Englandi. Valur og Stjarnan mætast í beinni útsendingu klukkan 19.05.

Stöð 2 BD

Breiðablik og KR eiga einnig leik í Bestu-deildinni. Hefst viðureignin klukkan 19.10 í beinni vefútsendingu.

Stöð 2 Golf

Klukkan 14.00 er Women‘s Scottish Open á LET Tour.

Rocket Mortage Classic á PGA mótaröðinni tekur við klukkan 19.00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×