Lífið samstarf

Vísindaleg lausn á svefnlausum nóttum

Vogue fyrir heimilið
Morgundagurinn verður svo miklu betri ef við sofum vel
Morgundagurinn verður svo miklu betri ef við sofum vel

Hinn fullkomni nætursvefn er okkur svo dýrmætur en ekki alltaf sjálfgefinn. Hann veltur nefnilega á nokkrum atriðum og fyrir utan líðan okkar og líkamlega þreytu hugum við helst að dýnunni, lýsingunni í herberginu og hitastigi. Einn þáttur vill þó gjarnan gleymast en skiptir samt höfuðmáli í bókstaflegri merkingu. Koddinn þinn.

Koddinn skiptir höfuðmáli fyrir góðan nætursvefn.

Sami koddinn hentar ekki öllum þar sem margir ólíkir þættir spila saman svo sem breidd axla, sverleiki hálsins og lengd, svefnstellingar og stífleiki dýnunnar sem við sofum á. Heilsukoddarnir frá Pillowise í Vogue fyrir heimilið eru hönnun hollenska kírópraktorsins Thijs van der Hilst og byggja á vísindalegri nálgun.

Klippa: Vísindalegi koddinn frá Pillowise

Pillowise línan samanstendur af sjö mismunandi þykktum og til að finna stærðina sem veitir okkur hinn fullkomna nætursvefn eru þessir þættir mældir og upplýsingunum hlaðið inn í sérhannað reikniforrit sem finnur rétta koddann. Pillowise koddarnir er framleiddir úr memory foam sem andar vel svo það loftar vel um höfuðið á koddanum.

Nánar á Vogue.is

Breidd axla, umfang hálsins og lengd er meðal breyta sem hlaðið er inn í reikniforritið
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.