Fótbolti

Stelpurnar hitta ís­lensku fjöl­miðla­sveitina í fyrsta sinn í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslenska landsliðið spilar tvo fyrstu leiki sína í Manchester og hér má skilti þar sem liðin í riðli íslensku stelpnanna eru boðin velkomin.
Íslenska landsliðið spilar tvo fyrstu leiki sína í Manchester og hér má skilti þar sem liðin í riðli íslensku stelpnanna eru boðin velkomin. Getty/ George Wood/

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er búið að flytja sig yfir til Englands eftir vonandi góðar og vel heppnaðar æfingarbúðir á meginlandi Evrópu síðustu vikuna og fram undan eru síðustu dagarnir fyrir fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í Englandi.

Ísland er í síðasta riðlinum sem fer af stað á mótinu og enn því nokkrir dagar í fyrsta leik þótt heimastúlkur í Englandi hafi hafið leik í gærkvöldi.

Eftir að hafa fengið að sloppið að mestu við áreiti fjölmiðlamanna í Herzogenaurach og náð saman mörgum mikilvægum æfingadögum í undirbúningi sínum fyrir EM verður annað upp á teningnum í dag.

Líkt og hjá íslensku stelpunum þá var líka ferðadagur hjá flestum íslensku fjölmiðlamönnunum í gær og er nú fjölmiðlahópurinn líka mættur á svæðið.

Íslenska liðið hefur aðsetur í bænum Crewe sem er um klukkutíma suður af Manchester. Fjölmiðlamennirnir hafa einnig komið sér hér fyrir. 

Íslenska fjölmiðlasveitin fær að hitta leikmenn íslenska liðsins í fyrsta sinn á æfingu í dag og er von á fyrstu viðtölum við stelpurnar á Vísi og Stöð 2 seinna í dag.

Ísland spilar sinn fyrsta leik í mótinu á sunnudaginn en mótherjar stelpnanna okkar verða þá Belgar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.