Erlent

Telja að mál­verk á hollenska þinginu sé ráns­fengur nas­ista

Bjarki Sigurðsson skrifar
Málverkið hefur verið geymt í Binnenhof, þinghúsi Hollands, í yfir tuttugu ár.
Málverkið hefur verið geymt í Binnenhof, þinghúsi Hollands, í yfir tuttugu ár. Getty/Patrick van Katwijk

Menningarminjastofnun Hollands hefur lagt hald á málverk sem hangið hefur á veggjum hollenska þinghússins í yfir tuttugu ár. Talið er að nastistar hafi stolið málverkinu á tímum seinna stríðs.

Málverkið „Fiskibátar undan ströndum“ sem hollenski málarinn Hendrik Willem Mesdag málaði á nítjándu öld hefur hangið á vegg í hollenska þinghúsinu í að minnsta kosti tvo áratugi.

Menningarminjastofnun Hollands telur að málverkið gæti verið ránsfengur nasista frá tímum seinni heimsstyrjaldarinnar en stofnunin rannsakar nú fjölda listaverka í eigu hollenskra ríkisstofnanna. Verkin sem stofnunin skoðar eiga það sameiginlegt að hafa verið skilað til Hollands frá Þýskalandi eftir heimsstyrjöldina.

Málverkið var selt á uppboði í Haag árið 1941, ári eftir að nasistar réðust inn í Holland. Líklegt er að þeir sem seldu málverkið á uppboði hafi gert það til þess að geta flúið land. Því flokkast það sem ránsfengur.

„Það er enginn frjáls vilji ef fjölskylda þar af selja eitthvað til að geta flúið til öruggs lands,“ hefur fréttaveitan Reuters eftir Dolf Muller, talsmanni stofnunarinnar.

Þegar málverkinu var skilað aftur til Hollands eftir stríð var ekki hægt að finna út úr því hver hafði selt það á sínum tíma. Því varð það að ríkiseign.

Nú vill stofnunin meina að tæknin sé orðin þróaðri og að skjalasafn þeirra sé orðið víðtækara. Því ætti að vera hægt að vinna upprunalegan eiganda. Það sé þó ekki auðvelt og líkir Perry Schrier, ráðgjafi hjá stofnuninni, því við að reyna að leysa áttatíu ára gamalt sakamál.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.