Fótbolti

Evrópumeistararnir unnu lokaleikinn fyrir EM

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Hollendingar fara með sigur í farteskinu á EM.
Hollendingar fara með sigur í farteskinu á EM. Pim Waslander/Soccrates/Getty Images

Evrópumeistarar Hollands fara með sigur í farteskinu á EM í fótbolta sem hefst í næstu viku. Hollendingar unnu 2-0 sigur gegn Finnum í vináttulandsleik í kvöld.

Það var markamaskínan Vi­vi­anna Miedema, leikmaður Arsenal, sem skoraði bæði mörk Hollendinga og tryggði liðinu góðan 2-0 sigur.

Hollendingar verða í C-riðli þegar flautað verður til leiks á EM næstkomandi miðvikudag. Með þeim í riðli eru Svíþjóð, Portúgal og Sviss, en fyrsti leikur liðsins er gegn Svíum þann 9. júlí.

Finnar eru í B-riðli með Spánverjum, Dönum og Þjóðverjum, en fyrsti leikur þeirra er gegn Spánverjum þann 8. júlí.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.