Sport

Fölsk niðurstaða úr Covid-prófi hafði næstum því af honum Tour de France

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jakob Fuglsang slapp með skrekkinn en hér er hann á verðlaunapalli með dóttur sinni eftir sigur á sérleið í svissnesku hjólreiðunum.
Jakob Fuglsang slapp með skrekkinn en hér er hann á verðlaunapalli með dóttur sinni eftir sigur á sérleið í svissnesku hjólreiðunum. Getty/Tim de Waele

Danski hjólreiðakappinn Jakob Fuglsang missir ekki af Frakklandshjólreiðunum, Tour de France, eins og áður var talið.

Fuglsang hafði fengið jákvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi og hefði það haldið þá hefði hann ekki verið með.

Tour de France er náttúrulega hápunktur tímabilsins hjá bestu hjólreiðaköppum heims og þetta því mikil vonbrigði.

Sem betur fer fyrir Fuglsang þá fór hann aftur í próf og það reyndist neikvætt. Eftir að hafa fengið neikvæða niðurstöðu úr fleiri prófum var það orðið ljóst að fölsk niðurstaða hefði komið fram úr fyrsta prófinu hans.

Fuglsang fær því að vera með og það var gríðarlegur fögnuður í Tívolí í Kaupmannahöfn í gær þegar hann var kynntur til leiks.

Þetta verður í ellefta skiptið sem Fuglsang tekur þátt í Frakklandshjólreiðunum en hann hefur best náð sjöunda sæti en það var árið 2013.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.