Innlent

Handlék hníf innan um hóp ungmenna

Kjartan Kjartansson skrifar
Lögreglan hafði í ýmis horn að líta í gærkvöldi.
Lögreglan hafði í ýmis horn að líta í gærkvöldi. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók karlmann sem tilkynnt var um að hefði handleikið hníf innan um hóp ungmenna í Árbæ í gærkvöldi. Áður hafði sést til hans koma út úr skóla þar sem innbrotskerfi var í gangi.

Í dagbók lögreglunnar kemur fram að maðurinn hafi reynst vera í annarlegu ástandi þegar hann var handtekinn skömmu fyrir miðnætti. Hann er sagður grunaður um húsbrot, brot á vopnalögum og vörslu fíkniefna. Var hann vistaður í fangageymslu lögreglu vegna rannsóknar málsins í nótt.

Í Kópavogi var ökumaður stöðvaður en hann er sagður hafa ekið greitt á sama tíma og hann notaði farsíma í akstri án handfrjáls búnaðar í gærkvöldi. Hann er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.