Erlent

Útdeila peningum til eldri borgara vegna verðbólgu

Kjartan Kjartansson skrifar
Verðbólgudraugurinn gengur ljósum logum um Danmörku líkt og mörg önnur lönd þessa dagana.
Verðbólgudraugurinn gengur ljósum logum um Danmörku líkt og mörg önnur lönd þessa dagana. Vísir/EPA

Danska þingið samþykkti að gefa tekjulágum eldri borgara fimm þúsund danskar krónur skattfrjálsar hverjum til að vega upp á móti verðbólgu og háu orkuverði. Aðgerðin á ekki að ýta undir verðbólgu.

Kostnaðurinn við fjárgjöfina er metinn á 3,1 milljarð danskra króna, jafnvirði rúmra 58 milljarða íslenskra króna. Upphæðin til hvers og eins nemur um 94 þúsund íslenskum krónum. Skatt á orku verður einnig lækkaður, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar.

Til þess að koma í veg fyrir að aðgerðin sjálf leiði til aukinnar verðbólgu ætla dönsk stjórnvöld að draga úr opinberri fjárfestingu á móti. Danski seðlabankinn hafði varað við því að það að útdeila peningum til fólks gæti sett eldivið á verðbólgubálið.

Frumvarpið sem þingið samþykkti felur einnig í sig milljarða fjárveitingu til að standa undir orkuskiptum og loftslagsaðgerðum, þar á meðal til að fjármagna vindorkuver í sjó, skógrækt og kolefnisbindingu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×