Sport

Dagskráin í dag: Golf mótaraðir og stórleikur í Bestu-deildinni

Atli Arason skrifar
Breiðablik og KR eigast við klukkan 19.00
Breiðablik og KR eigast við klukkan 19.00 Vilhelm

Það verða fimm beinar útsendingar á sport rásum Stöðvar 2 í dag, fjögur golfmót og stórleikur Breiðabliks og KR.

Stöð 2 Sport

Breiðablik fær KR í heimsókn í kvöld í Bestu-deildinni en leikurinn er í 12. umferð. Leiknum var flýtt vegna þátttöku liðanna í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu 7. og 14. júlí. Útsending af leik Breiðabliks og KR hefst klukkan 19.00.

Stöð 2 Sport 4

BMW International mótið á DP World Tour hefur göngu sína klukkan 10.30.

Klukkan 18.00 er US Senior Open er í beinni útsendingu.

Stöð 2 Golf

LPGA heldur áfram með KPMG Women‘s PGA Championship klukkan 15.00.

klukkan 19.00. tekur við Traverlers Championship á PGA mótaröðinni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.