Matthías Örn mætir heimsmeistaranum í kvöld: „Draumur að rætast“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. júní 2022 09:00 Íslandsmeistarinn Matthías Örn mætir heimsmeistaranum Peter Wright í kvöld. PDC Matthías Örn Friðriksson, þrefaldur Íslandsmeistari í pílukasti, tekur þátt á gríðarsterku móti í Kaupmannahöfn í dag. Hann hefur leik gegn heimsmeistaranum Peter Wright, eða Snakebite, en er lítið að spá í því þar sem það er einfaldlega draumur að rætast. Matthías Örn var tekinn tals á vef PDC (Professional Darts Corporation) þar sem hann fór yfir viðureign kvöldsins og uppgang sinn í pílukasti. „Eftir að ég hætti að spila fótbolta árið 2019 hef ég haft meiri tíma fyrir pílukast og átt möguleika á að keppa erlendis. Ég byrjaði að keppa á Nordic & Baltic mótaröðinni það ár og hef bætt mig gríðarlega síðan þá. Það er þó enn mikil vinna framundan ef ég ætla að verða með betri leikmönnum mótaraðarinnar,“ sagði Íslandsmeistarinn. „Það er draumur að rætast. Ég byrjaði að horfa á pílukast og spila það árið 2012. Ég hef alltaf ímyndað mér að ég myndi komast á stóra sviðið einn daginn.“ Krefjandi að búa á Íslandi en þetta mjakast í rétta átt „Ég er viss um að stressið mun segja til sín á einhverjum tímapunkti, en það er hluti af leiknum og ég sé þetta sem tækifæri til að læra og þróa leik minn enn frekar. Það er erfitt að keppa við þá bestu ef þú býrð á Íslandi en við höfum tekið stór skref fram á við.“ „Íþróttin er nú sýnt reglulega í sjónvarpinu og fær hún mikla athygli. Stærstu mót Íslands eru sýnt beint og við erum að byggja upp yngri kynslóðir. Það hefur verið frábært að sjá íþróttina vaxa á undanförnum árum,“ sagði Matthías Örn en hann er einnig forseti Íslenska Pílukastsambandsins. Anyone up for the Icelandic Viking clap in Forum? https://t.co/Az9uYLIGiu— PDC Nordic & Baltic (@PDCNordic) June 9, 2022 „Að vera meðal keppenda á þessu móti mun veita íþróttinni enn meiri athygli á Íslandi og fleira fólk mun byrja að spila. Ég hef séð gríðarlega efnilega leikmenn spila á yngri flokka mótunum okkar og framtíðin er björt. Ég er ánægður með að geta sýnt fólk hvað er hægt að áorka ef þú leggur vinnuna á þig og æfir daglega,“ sagði Matthías Örn Friðriksson að endingu. Mattías Örn mætir hinum goðsagnakennda Snakebite í kvöld.PDC Pílukast Mest lesið Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjá meira
Matthías Örn var tekinn tals á vef PDC (Professional Darts Corporation) þar sem hann fór yfir viðureign kvöldsins og uppgang sinn í pílukasti. „Eftir að ég hætti að spila fótbolta árið 2019 hef ég haft meiri tíma fyrir pílukast og átt möguleika á að keppa erlendis. Ég byrjaði að keppa á Nordic & Baltic mótaröðinni það ár og hef bætt mig gríðarlega síðan þá. Það er þó enn mikil vinna framundan ef ég ætla að verða með betri leikmönnum mótaraðarinnar,“ sagði Íslandsmeistarinn. „Það er draumur að rætast. Ég byrjaði að horfa á pílukast og spila það árið 2012. Ég hef alltaf ímyndað mér að ég myndi komast á stóra sviðið einn daginn.“ Krefjandi að búa á Íslandi en þetta mjakast í rétta átt „Ég er viss um að stressið mun segja til sín á einhverjum tímapunkti, en það er hluti af leiknum og ég sé þetta sem tækifæri til að læra og þróa leik minn enn frekar. Það er erfitt að keppa við þá bestu ef þú býrð á Íslandi en við höfum tekið stór skref fram á við.“ „Íþróttin er nú sýnt reglulega í sjónvarpinu og fær hún mikla athygli. Stærstu mót Íslands eru sýnt beint og við erum að byggja upp yngri kynslóðir. Það hefur verið frábært að sjá íþróttina vaxa á undanförnum árum,“ sagði Matthías Örn en hann er einnig forseti Íslenska Pílukastsambandsins. Anyone up for the Icelandic Viking clap in Forum? https://t.co/Az9uYLIGiu— PDC Nordic & Baltic (@PDCNordic) June 9, 2022 „Að vera meðal keppenda á þessu móti mun veita íþróttinni enn meiri athygli á Íslandi og fleira fólk mun byrja að spila. Ég hef séð gríðarlega efnilega leikmenn spila á yngri flokka mótunum okkar og framtíðin er björt. Ég er ánægður með að geta sýnt fólk hvað er hægt að áorka ef þú leggur vinnuna á þig og æfir daglega,“ sagði Matthías Örn Friðriksson að endingu. Mattías Örn mætir hinum goðsagnakennda Snakebite í kvöld.PDC
Pílukast Mest lesið Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjá meira