Innlent

Anton Máni kjörinn formaður SÍK

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Anton Máni Svansson framleiðandi og Guðmundur Arnar Guðmundsson leikstjóri og handritshöfundur þegar þeir tóku á móti verðlaunum á kvikmyndahátíð í Póllandi. Anton Máni hefur verið kjörinn formaður SÍK. 
Anton Máni Svansson framleiðandi og Guðmundur Arnar Guðmundsson leikstjóri og handritshöfundur þegar þeir tóku á móti verðlaunum á kvikmyndahátíð í Póllandi. Anton Máni hefur verið kjörinn formaður SÍK.  Vísir

Anton Máni Svansson frá Join Motion Pictures var í gær kjörinn formaður Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda, SÍK, á aðalfundi félagsins. Hilmar Sigurðsson frá Sagafilm var kjörinn gjaldkeri og Inga Lind Karlsdóttir frá Skot Produtions meðstjórnandi.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Samtaka iðnaðarins. Þar segir að aðrir í stjórn SÍK séu Guðbergur Davíðsson og Júlíus Kemp og varamenn séu Kristinn Þórðarson og Hlín Jóhannesdóttir.

Anton Máni er meðeigandi kvikmyndaframleiðslufyrirtækisins Join Motion Pictures og hefur starfað sem framleiðandi og framkvæmdastjóri þess undanfarin fimmtán ár. Hann framleiddi meðal annars kvikmyndirnar Hjartasteinn, Hvítur, hvítur dagur, Berdreymi og Volaða land. 

Kvikmyndir hans hafa verið frumsýndar á stærstu kvikmyndahátíðum heims, þar á meðal í Cannes, Berlín, Feneyjum, Lovarno og Toronto og hafa hlotið yfir 170 alþjóðleg verðlaun ásamt sextán Eddu-verðlaunum. Þar að auki hlaut hann Lorens verðlaunin fyrir kvikmyndaframleiðanda ársins á Gautaborgarhátíðinni í Svíþjóð árið 2017. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×