Innlent

Þyrlan sótti göngumann sem rann í skriðum við Stafsnes

Kjartan Kjartansson skrifar
Björgunarsveitarfólk fór meðal annars út á bátum og skipi vegna göngumannsins sem féll ofan við Stafsnes.
Björgunarsveitarfólk fór meðal annars út á bátum og skipi vegna göngumannsins sem féll ofan við Stafsnes. Vísir/Ívar

Björgunarsveitir í Vestmannaeyjum og þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna göngumanns sem slasaðist þegar hann hrasaði í skriðu fyrir ofan Stafsnes í Eyjum í hádeginu. Þyrlan sótti manninn.

Útkall um að maður hefði hrapað í skriðu við Stafsnes, vestan við Herjólfsdal í Vestmannaeyjum, barst rétt fyrir klukkan hálf tólf. Björgunarsveitarfólk fór bæði land- og sjóleiðina á slysstað og var komið þangað um hálftíma eftir að útkallið barst.

Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúar Landsbjargar, segir aðstæður á vettvangi hafa verið erfiðar, brattlendi og laus skriða. Björgunarsveitarfólk hlúði að manninum en óskað var eftir aðstoð þyrlu til að koma honum þaðan svo ekki þyrfti að bera hann upp skriðuna.

Sá slasaðist hlaut meðal annars skurð á höfuðið en Davíð Már hafði ekki frekari upplýsingar um meiðsl hans.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.