Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Edda Andrésdóttir segir fréttir klukkan 18:30.
Edda Andrésdóttir segir fréttir klukkan 18:30. Stöð 2

Öryggisgæsla hefur verið hert í skólum víða í Bandaríkjunum eftir að ungur maður vopnaður rifflum myrti nítján börn og tvo kennara í grunnskóla í Texas í gær. Fjölmargir kalla eftir hertri skotvopnalöggjöf en árásin er sú mannskæðasta í skóla þar í landi í áratug.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Við ræðum einnig við yfirlækni á Landspítala sem segir boðaðar aðgerðir stjórnvalda fyrir bráðamóttökuna engu hafa skilað. Deildin sé yfirfull og fólki er ráðlagt að reyna leita annað.

Þá fylgjumst við með pólitíkinni. Nýr meirihluti hefur verið myndaður í Hafnarfirði og uppbygging til að mæta fólksfjölgun í bænum er sögð mikilvægasta verkefnið fram undan. Þá kíkjum við einnig á síðasta borgarráðsfundinn sem fór fram í ráðhúsinu í dag og ræðum við oddvita um fyrirkomulag meirihlutaviðræðna sem nú eru hafnar.

Við tökum einnig stöðunni á grasrót Vinstri Grænna sem gagnrýnir ráðherra flokksins fyrir að taka seint við sér vegna fyrirhugaðrar hópbrottvísana og verðum í beinni frá Breiðholtsskóla þar sem nemendur standa fyrir fjáröflun fyrir úkraínsk börn.

Þetta og fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.