Sport

Dag­skráin í dag: Stór­leikur með stóru S-i í Bestu deild í kvenna

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Elísa Viðarsdóttir er fyrirliði Íslandsmeistara Vals. 
Elísa Viðarsdóttir er fyrirliði Íslandsmeistara Vals.  Vísir/Vilhelm

Við bjóðum upp á sannkallaðan STÓRLEIK í Bestu deild kvenna í fótbolta í dag þegar Íslandsmeistarar Vals mæta bikarmeisturum Breiðabliks á Kópavogsvelli. Þá er Martin Hermannsson í beinni frá Spáni og Queens á sínum stað.

Klukkan 18.45 hefst útsending frá leik Breiðabliks og Vals á Stöð 2 Sport. Eftir leik eru Bestu mörkin á dagskrá en þar verður farið yfir allt það helsta úr síðustu umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta.

Klukkan 18.50 hefst útsending frá leik Valencia og Baskonia í ACB-deildinni í körfubolta á Spáni. Um er að ræða fyrsta leik liðanna í úrslitakeppni deildarinnar. Landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson leikur með Valencia.

Klukkan 21.00 er þátturinn Queens á dagskrá á Stöð 2 E-Sport.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.