Bjórinn kláraðist á Hlíðarenda: „Langstærsti dagur í sögu Fjóssins“ Sindri Sverrisson skrifar 20. maí 2022 10:31 Það var létt yfir mönnum í Fjósinu bæði fyrir og eftir oddaleikinn á miðvikudag þar sem Valur tryggði sér langþráðan Íslandsmeistaratitil í körfubolta. vísir/Hulda Margrét „Þetta var í rauninni alveg ótrúlegt,“ segir Gunnar Kristjánsson, vertinn í Fjósinu á Hlíðarenda, sem aldrei hefur verið nálægt því að selja eins mikið af bjór eins og á miðvikudagskvöld. Valur og Tindastóll mættust í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta þar sem Valsmenn tryggðu sér titilinn í fyrsta sinn í 39 ár. Uppselt var á leikinn og gestir sögulega duglegir að svala þorstanum þetta eftirminnilega kvöld. „Þessi fjögur ár sem við höfum verið með Fjósið hef ég ekki upplifað annað eins. Þetta er lang-, lang-, langstærsti dagur í sögu Fjóssins enda 2.200 manns á svæðinu. Það kláraðist allt,“ segir Gunnar en hann ræddi við Andra Má Eggertsson í gærkvöld eftir að hafa undirbúið næstu törn, vegna úrslitaeinvíganna í handboltanum. Gleðin var við völd í Fjósinu og aldrei hefur selst þar eins mikið magn af öli á einum degi.vísir/Hulda Margrét „Það fóru hérna á þriðja tug kúta, og þúsund dósir, og það var eiginlega ekki til dropi á Hlíðarenda þegar ég fór heim um nóttina. Það var bara allt búið,“ segir Gunnar um miðvikudagskvöldið á meðan að stjórnmálamaðurinn Brynjar Níelsson krækti sér í einn kaldan. Klippa: Vertinn í Fjósinu aldrei selt eins mikinn bjór „Tindastólsmenn eiga þvílíkt hrós skilið“ Gleðin var við völd fram á nótt í Fjósinu þar sem bæði Valsarar og Skagfirðingar nutu lífsins. „Þegar leikmennirnir komu hérna inn að fagna þá var þvílíkt hoppað og dansað hérna, og svo mikil gleði. Snobbið var að vera inni í eldhúsi að tala. Það var snobbsvæðið. Finnur og Jón Arnór og þeir voru þar að kjafta. Tindastólsmenn eiga þvílíkt hrós skilið. Þeir voru svo flottir. Fögnuðu okkar Íslandsmeistaratitli, klöppuðu fyrir okkur, tóku til eftir sig, komu inn í Fjós eftir leik og fögnuðu og óskuðu okkur til hamingju,“ segir Gunnar sem mun eflaust einnig hafa í nægu að snúast í kringum úrslitaeinvígin í handboltanum. Þar léku Valsmenn gegn ÍBV í gærkvöld og Valskonur hefja einvígi sitt við Fram í Safamýri í kvöld en eiga svo heimaleik á mánudagskvöld. Valur Subway-deild karla Olís-deild karla Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Stuð og stemmning hjá stuðningsmönnum Vals og Tindastóls Það styttist óðum í oddaleik Vals og Tindastóls um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla. Uppselt er á leikinn stuðningsmenn liðanna gerðu sér glaðan dag fyrir hann. 18. maí 2022 19:23 Myndaveisla frá oddaleiknum ótrúlega Valur varð í gær Íslandsmeistari í körfubolta karla í fyrsta sinn síðan 1983 eftir sigur á Tindastóli, 73-60, í oddaleik á Hlíðarenda. 19. maí 2022 13:28 Umfjöllun: Valur - Tindastóll 73-60 | Valsmenn Íslandsmeistarar í fyrsta sinn í 39 ár Valur varð í kvöld Íslandsmeistari í körfubolta karla í þriðja sinn og í fyrsta sinn í 39 ár eftir sigur á Tindastóli, 73-60, í oddaleik í troðfullri Origo-höll. 18. maí 2022 22:10 Finnur: Mjög erfitt að segja þetta fyrir framan þig en Pavel er sá besti Þjálfarinn Finnur Freyr Stefánsson lýsti Pavel Ermolinski sem besta leikmanni sögunnar í íslensku deildakeppninni í körfubolta, eftir að þeir urðu Íslandsmeistarar með Val í gær. 19. maí 2022 12:00 „Er harðasti Valsarinn í heiminum“ Kristófer Acox varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn með Val í gær og í fjórða skiptið alls. Hann var að vonum í skýjunum þegar Ríkharð Óskar Guðnason ræddi við hann eftir sigurinn á Tindastóli, 73-60, í oddaleik í Origo-höllinni. 19. maí 2022 11:31 Finnur Freyr tók fram úr Sigga Ingimundar í gærkvöldi Finnur Freyr Stefánsson varð í gærkvöldi fyrsti þjálfarinn í sögunni sem nær að vinna sex Íslandsmeistaratitla í úrslitakeppni karlakörfuboltans. 19. maí 2022 13:45 Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Sjá meira
Valur og Tindastóll mættust í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta þar sem Valsmenn tryggðu sér titilinn í fyrsta sinn í 39 ár. Uppselt var á leikinn og gestir sögulega duglegir að svala þorstanum þetta eftirminnilega kvöld. „Þessi fjögur ár sem við höfum verið með Fjósið hef ég ekki upplifað annað eins. Þetta er lang-, lang-, langstærsti dagur í sögu Fjóssins enda 2.200 manns á svæðinu. Það kláraðist allt,“ segir Gunnar en hann ræddi við Andra Má Eggertsson í gærkvöld eftir að hafa undirbúið næstu törn, vegna úrslitaeinvíganna í handboltanum. Gleðin var við völd í Fjósinu og aldrei hefur selst þar eins mikið magn af öli á einum degi.vísir/Hulda Margrét „Það fóru hérna á þriðja tug kúta, og þúsund dósir, og það var eiginlega ekki til dropi á Hlíðarenda þegar ég fór heim um nóttina. Það var bara allt búið,“ segir Gunnar um miðvikudagskvöldið á meðan að stjórnmálamaðurinn Brynjar Níelsson krækti sér í einn kaldan. Klippa: Vertinn í Fjósinu aldrei selt eins mikinn bjór „Tindastólsmenn eiga þvílíkt hrós skilið“ Gleðin var við völd fram á nótt í Fjósinu þar sem bæði Valsarar og Skagfirðingar nutu lífsins. „Þegar leikmennirnir komu hérna inn að fagna þá var þvílíkt hoppað og dansað hérna, og svo mikil gleði. Snobbið var að vera inni í eldhúsi að tala. Það var snobbsvæðið. Finnur og Jón Arnór og þeir voru þar að kjafta. Tindastólsmenn eiga þvílíkt hrós skilið. Þeir voru svo flottir. Fögnuðu okkar Íslandsmeistaratitli, klöppuðu fyrir okkur, tóku til eftir sig, komu inn í Fjós eftir leik og fögnuðu og óskuðu okkur til hamingju,“ segir Gunnar sem mun eflaust einnig hafa í nægu að snúast í kringum úrslitaeinvígin í handboltanum. Þar léku Valsmenn gegn ÍBV í gærkvöld og Valskonur hefja einvígi sitt við Fram í Safamýri í kvöld en eiga svo heimaleik á mánudagskvöld.
Valur Subway-deild karla Olís-deild karla Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Stuð og stemmning hjá stuðningsmönnum Vals og Tindastóls Það styttist óðum í oddaleik Vals og Tindastóls um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla. Uppselt er á leikinn stuðningsmenn liðanna gerðu sér glaðan dag fyrir hann. 18. maí 2022 19:23 Myndaveisla frá oddaleiknum ótrúlega Valur varð í gær Íslandsmeistari í körfubolta karla í fyrsta sinn síðan 1983 eftir sigur á Tindastóli, 73-60, í oddaleik á Hlíðarenda. 19. maí 2022 13:28 Umfjöllun: Valur - Tindastóll 73-60 | Valsmenn Íslandsmeistarar í fyrsta sinn í 39 ár Valur varð í kvöld Íslandsmeistari í körfubolta karla í þriðja sinn og í fyrsta sinn í 39 ár eftir sigur á Tindastóli, 73-60, í oddaleik í troðfullri Origo-höll. 18. maí 2022 22:10 Finnur: Mjög erfitt að segja þetta fyrir framan þig en Pavel er sá besti Þjálfarinn Finnur Freyr Stefánsson lýsti Pavel Ermolinski sem besta leikmanni sögunnar í íslensku deildakeppninni í körfubolta, eftir að þeir urðu Íslandsmeistarar með Val í gær. 19. maí 2022 12:00 „Er harðasti Valsarinn í heiminum“ Kristófer Acox varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn með Val í gær og í fjórða skiptið alls. Hann var að vonum í skýjunum þegar Ríkharð Óskar Guðnason ræddi við hann eftir sigurinn á Tindastóli, 73-60, í oddaleik í Origo-höllinni. 19. maí 2022 11:31 Finnur Freyr tók fram úr Sigga Ingimundar í gærkvöldi Finnur Freyr Stefánsson varð í gærkvöldi fyrsti þjálfarinn í sögunni sem nær að vinna sex Íslandsmeistaratitla í úrslitakeppni karlakörfuboltans. 19. maí 2022 13:45 Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Sjá meira
Stuð og stemmning hjá stuðningsmönnum Vals og Tindastóls Það styttist óðum í oddaleik Vals og Tindastóls um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla. Uppselt er á leikinn stuðningsmenn liðanna gerðu sér glaðan dag fyrir hann. 18. maí 2022 19:23
Myndaveisla frá oddaleiknum ótrúlega Valur varð í gær Íslandsmeistari í körfubolta karla í fyrsta sinn síðan 1983 eftir sigur á Tindastóli, 73-60, í oddaleik á Hlíðarenda. 19. maí 2022 13:28
Umfjöllun: Valur - Tindastóll 73-60 | Valsmenn Íslandsmeistarar í fyrsta sinn í 39 ár Valur varð í kvöld Íslandsmeistari í körfubolta karla í þriðja sinn og í fyrsta sinn í 39 ár eftir sigur á Tindastóli, 73-60, í oddaleik í troðfullri Origo-höll. 18. maí 2022 22:10
Finnur: Mjög erfitt að segja þetta fyrir framan þig en Pavel er sá besti Þjálfarinn Finnur Freyr Stefánsson lýsti Pavel Ermolinski sem besta leikmanni sögunnar í íslensku deildakeppninni í körfubolta, eftir að þeir urðu Íslandsmeistarar með Val í gær. 19. maí 2022 12:00
„Er harðasti Valsarinn í heiminum“ Kristófer Acox varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn með Val í gær og í fjórða skiptið alls. Hann var að vonum í skýjunum þegar Ríkharð Óskar Guðnason ræddi við hann eftir sigurinn á Tindastóli, 73-60, í oddaleik í Origo-höllinni. 19. maí 2022 11:31
Finnur Freyr tók fram úr Sigga Ingimundar í gærkvöldi Finnur Freyr Stefánsson varð í gærkvöldi fyrsti þjálfarinn í sögunni sem nær að vinna sex Íslandsmeistaratitla í úrslitakeppni karlakörfuboltans. 19. maí 2022 13:45
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti