Nik Chamberlain: Hefðum líklega getað skorað fleiri mörk Sverrir Mar Smárason skrifar 18. maí 2022 20:34 Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, á hliðarlínunni í kvöld. Diego Þróttur R. vann góðan 4-1 sigur á Þór/KA í Bestu deild kvenna í dag. Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, var gríðarlega sáttur við sigur síns liðs. „Við vorum með gott taktískt leikplan í fyrri hálfleik. Við hreyfðum boltann vel og fórum í þau svæði sem við vildum fara í. Við gerðum þetta vel, sköpuðum mörg færi og skoruðum mörk. Hefðum líklega getað skorað fleiri mörk. Við hleyptum þeim svo aðeins inn í þetta aftur með smá kæruleysi. Fyrir utan markið þeirra og skotið í stöng í lokin þá sköpuðu þær sér ekkert þannig það var pirrandi að fá á sig mark í dag. Við þurfum að gera betur þar, erum ekki enn búnar að halda hreinu í deildinni. Í seinni hálfleik kláruðum við þetta bara,“ sagði Nik um leikinn. Þróttur leitaði mikið í svæðið fyrir aftan háa varnarlínu Þór/KA og sköpuðu upp úr því fjölmörg dauðafæri til þess að skora. Nik vissi að Þór/KA myndu stilla svona upp en reiknaði ekki með svona hárri línu. „Til að vera alveg heiðarlegur þá hélt ég að þær myndu mæta okkur neðar. Ég vissi að þær myndu spila með þrjár í vörninni og reyna pressa okkur í vandræði. Við færðum sóknarmenn okkar aðeins út í víddina til þess að sækja í opnu svæðin þeirra þegar við unnum boltann,“ sagði Nik. Þróttur fer með sigrinum upp að hlið Selfoss á toppi deildarinnar. Nik er léttur og segir mikið eftir ennþá. „Einhvern tímann er allt fyrst, þeir ættu að stoppa deildina núna og þá vinnum við,“ sagði Nik og hló en hélt svo áfram, „það er frábært að fá stig á töfluna og það er gott að horfa á það. Þetta er ekki endilega staða sem við stefnum á að vera í og halda út tímabilið. Við tökum gömlu klisjuna, vika fyrir viku og leikur fyrir leik. Það er samt gott að ná stigum á töfluna snemma í ár, klárlega.“ Katla Tryggvadóttir spilaði frábærlega í leiknum í dag. Katla er fædd árið 2005 og skipti í vetur yfir til Þróttar frá Val. Nik hefur gríðarlega trú á Kötlu. „Hún hefur mikið sjálfstraust með boltann. Við höfum reynt að gefa ungum leikmönnum tækifæri til þess að blómstra og leyfa þeim að gera sitt. Katla mun gera mistök og örugglega gera hluti sem hún ætti ekki að gera, það er partur af því að læra. Til dæmis að vera ekki að reyna að sóla við teiginn þegar það er óþarfi. Hún er mjög hæfileikarík. Hún sér hluti og sér sendingar. Hún passar vel inn í það sem við erum að reyna að gera hérna og hún verður bara betri og betri,“ sagði Nik að lokum um Kötlu. Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Þór Akureyri KA Tengdar fréttir Umfjöllun: Þróttur - Þór/KA | Þróttur jafnar Selfoss á toppi deildarinnar Þróttur fékk Þór/KA í heimsókn í Laugardalinn í Bestu deild kvenna í fótbolta í dag. Heimastúlkur áttu frábæran fyrri hálfleik og fylgdu því svo eftir með fagmannlegri frammistöðu í þeim síðari. Leiknum lauk með þægilegum 4-1 sigri Þróttar. 18. maí 2022 19:34 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Starf Amorims öruggt Enski boltinn Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Handbolti „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti Fleiri fréttir Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Starf Amorims öruggt Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Laufey lyfti heimsmeistaratitli í bekkpressu Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Sjá meira
„Við vorum með gott taktískt leikplan í fyrri hálfleik. Við hreyfðum boltann vel og fórum í þau svæði sem við vildum fara í. Við gerðum þetta vel, sköpuðum mörg færi og skoruðum mörk. Hefðum líklega getað skorað fleiri mörk. Við hleyptum þeim svo aðeins inn í þetta aftur með smá kæruleysi. Fyrir utan markið þeirra og skotið í stöng í lokin þá sköpuðu þær sér ekkert þannig það var pirrandi að fá á sig mark í dag. Við þurfum að gera betur þar, erum ekki enn búnar að halda hreinu í deildinni. Í seinni hálfleik kláruðum við þetta bara,“ sagði Nik um leikinn. Þróttur leitaði mikið í svæðið fyrir aftan háa varnarlínu Þór/KA og sköpuðu upp úr því fjölmörg dauðafæri til þess að skora. Nik vissi að Þór/KA myndu stilla svona upp en reiknaði ekki með svona hárri línu. „Til að vera alveg heiðarlegur þá hélt ég að þær myndu mæta okkur neðar. Ég vissi að þær myndu spila með þrjár í vörninni og reyna pressa okkur í vandræði. Við færðum sóknarmenn okkar aðeins út í víddina til þess að sækja í opnu svæðin þeirra þegar við unnum boltann,“ sagði Nik. Þróttur fer með sigrinum upp að hlið Selfoss á toppi deildarinnar. Nik er léttur og segir mikið eftir ennþá. „Einhvern tímann er allt fyrst, þeir ættu að stoppa deildina núna og þá vinnum við,“ sagði Nik og hló en hélt svo áfram, „það er frábært að fá stig á töfluna og það er gott að horfa á það. Þetta er ekki endilega staða sem við stefnum á að vera í og halda út tímabilið. Við tökum gömlu klisjuna, vika fyrir viku og leikur fyrir leik. Það er samt gott að ná stigum á töfluna snemma í ár, klárlega.“ Katla Tryggvadóttir spilaði frábærlega í leiknum í dag. Katla er fædd árið 2005 og skipti í vetur yfir til Þróttar frá Val. Nik hefur gríðarlega trú á Kötlu. „Hún hefur mikið sjálfstraust með boltann. Við höfum reynt að gefa ungum leikmönnum tækifæri til þess að blómstra og leyfa þeim að gera sitt. Katla mun gera mistök og örugglega gera hluti sem hún ætti ekki að gera, það er partur af því að læra. Til dæmis að vera ekki að reyna að sóla við teiginn þegar það er óþarfi. Hún er mjög hæfileikarík. Hún sér hluti og sér sendingar. Hún passar vel inn í það sem við erum að reyna að gera hérna og hún verður bara betri og betri,“ sagði Nik að lokum um Kötlu.
Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Þór Akureyri KA Tengdar fréttir Umfjöllun: Þróttur - Þór/KA | Þróttur jafnar Selfoss á toppi deildarinnar Þróttur fékk Þór/KA í heimsókn í Laugardalinn í Bestu deild kvenna í fótbolta í dag. Heimastúlkur áttu frábæran fyrri hálfleik og fylgdu því svo eftir með fagmannlegri frammistöðu í þeim síðari. Leiknum lauk með þægilegum 4-1 sigri Þróttar. 18. maí 2022 19:34 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Starf Amorims öruggt Enski boltinn Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Handbolti „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti Fleiri fréttir Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Starf Amorims öruggt Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Laufey lyfti heimsmeistaratitli í bekkpressu Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Sjá meira
Umfjöllun: Þróttur - Þór/KA | Þróttur jafnar Selfoss á toppi deildarinnar Þróttur fékk Þór/KA í heimsókn í Laugardalinn í Bestu deild kvenna í fótbolta í dag. Heimastúlkur áttu frábæran fyrri hálfleik og fylgdu því svo eftir með fagmannlegri frammistöðu í þeim síðari. Leiknum lauk með þægilegum 4-1 sigri Þróttar. 18. maí 2022 19:34